- Advertisement -

Ögmundur stendur með Svandísi

„Fjár­fest­arn­ir eru mætt­ir til leiks til að um­turna heil­brigðisþjón­ust­unni í eins kon­ar iðnað sem megi hagn­ast á.“

„Villikettirnir“ þrír í þingflokki Fálkans. Áslaug Arna. Byrnjar og Jón. Ögmundur gefur lítið fyrir málflutning þeirra.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stendur að baki Svandísi Svavarsdóttur í harðri baráttu hennar við samstarfsflokkinn í ríkisstjórninni. Ögmundur skrifar ítarlega grein í Mogga dagsins.

Grein Ögmundar er svar við grein þingmannanna þriggja, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Brynjar Níelssonar og Jóns Gunnarssonar.

Þar segir hann meðal annars:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fyr­ir dyr­um stend­ur fjár­laga­gerð á Alþingi. Aug­ljóst er að veita þarf stór­aukið fjár­magn til heil­brigðismála. Biðraðir í kerf­inu eru víða lang­ar og höf­um við að und­an­förnu heyrt ákall fjöl­margra um bráða lausn á sín­um vanda. Þann vanda þarf að leysa og það þegar í stað. Ég ætla hins veg­ar að frá­biðja mér að skatt­pen­ing­ar okk­ar verði látn­ir renna til fjár­festa sem róa nú að því öll­um árum að nýta sér neyð fólks til að knýja fram kerf­is­breyt­ing­ar sér til hags­bóta. Fjár­fest­arn­ir eru mætt­ir til leiks til að um­turna heil­brigðisþjón­ust­unni í eins kon­ar iðnað sem megi hagn­ast á.

Ég hef margoft sagt að blanda af op­in­ber­um rekstri og einkapraxís sé ásætt­an­leg og jafn­vel eft­ir­sókn­ar­verð ef hún er í rétt­um hlut­föll­um. Nú er hins veg­ar tvennt að ger­ast. Í stað ein­stak­lings­bund­ins einkapraxís þar sem heil­brigðis­starfs­menn leita eft­ir sam­legð í rekstri, svo sem í símaþjón­ustu og hús­næði, eru einka­rek­in sjúkra­hús að koma til sög­unn­ar. Síðan ger­ist hitt að krafa er sett fram um að sér­fræðing­um beri sjálf­taka úr rík­is­sjóði óháð vilja og getu hand­hafa rík­is­sjóðs. Slíkt get­ur aldrei gengið til fram­búðar.

Fyr­ir­sögn sjálf­stæðismann­anna þriggja um að þeirra kerfi þjóni sjúk­ling­um fyrst og fremst stenst ekki. Þeirra kerfi myndi hins veg­ar þjóna fjár­fest­um í heil­brigðisiðnaði al­veg prýðilega. Gegn slíku kerfi ber að berj­ast af al­efli því aflvaki slíks kerf­is er hvorki í þágu sjúk­linga né skatt­greiðenda.“

Síðan ger­ist hitt að krafa er sett fram um að sér­fræðing­um beri sjálf­taka úr rík­is­sjóði óháð vilja og getu hand­hafa rík­is­sjóðs.

 

Valdir þættir úr grein Ögmundar:

Bestu tækin

Hann var með al­var­legt höfuðmein og þurfti að taka af hon­um mynd í bestu tækj­um sem völ væri á í land­inu. Hann var því flutt­ur í sjúkra­bíl í mynda­töku af Borg­ar­spít­al­an­um og á Domus Medica. Þar voru bestu tæk­in. Og hver skyldi hafa greitt fyr­ir þau? Nán­ast hver ein­asta króna hafði komið úr rík­is­sjóði. Þarna höfðu lækn­ar verið í lyk­il­stöðu um mót­un heil­brigðis­kerf­is­ins. Það voru nefni­lega þeir sem beindu fjár­magn­inu þangað sem það fór.

„Formúl­an er ein­föld, niður­skurður hjá hinu op­in­bera og aukið flæði pen­ing­anna til einka­rekst­urs­ins. Þannig hafa orðið til marg­ar af­reks­sög­urn­ar, til dæm­is um auga­steina­bylt­ing­una miklu.“

Augasteinabyltingin

Formúl­an er ein­föld, niður­skurður hjá hinu op­in­bera og aukið flæði pen­ing­anna til einka­rekst­urs­ins. Þannig hafa orðið til marg­ar af­reks­sög­urn­ar, til dæm­is um auga­steina­bylt­ing­una miklu.

Fyrir tuttugu árum

Fyr­ir tutt­ugu árum vildi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leysa þenn­an þátt með aðhaldi not­and­ans. Í bæk­lingi sem fjár­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins gaf út í júní árið 1998 um kosti einka­rekst­urs í op­in­berri þjón­ustu seg­ir: „Leggja ber áherslu á að sem stærst­ur hluti tekna rekstr­araðila sé feng­inn með not­enda­gjöld­um sem aft­ur er háð frammistöðu þess sem veit­ir þjón­ustu með til­liti til gæða og verðs.“

Í kjöl­far ít­rekaðra skoðanakann­ana sem leiddu í ljós að lands­menn væru al­ger­lega and­víg­ir gjald­töku í heil­brigðis­kerf­inu var horfið frá þess­ari stefnu og hin síðari ár er hamrað á því að rík­is­sjóður en ekki not­end­ur skuli borga helst all­an kostnaðinn!

Frjálshyggjan skýtur upp kollinum

Annað veifið skýt­ur gamla frjáls­hyggj­an að vísu upp koll­in­um og til­lög­ur birt­ast um að fyr­ir­tækj­um á heil­brigðis­sviði verði heim­ilað að aug­lýsa og keppa sín í milli á grund­velli verðlags.

Ein til­raun til að hefja sam­keppni í heil­brigðis­kerf­inu til vegs var sett í for­gang á síðasta kjör­tíma­bili. Sú til­raun geng­ur út á að hvetja til þess að sjúk­ling­ar fari á milli hverfa í leit að „bestu“ heilsu­gæslu­stöðinni sem völ væri á. Þetta kann að hljóma skyn­sam­lega í eyr­um ein­hverra á sama hátt og frjáls­hyggju­menn marg­ir hrif­ust af hug­mynd­um Milt­ons Friedm­ans og skoðana­systkina hans um að pen­ing­ar fylgi sjúk­ling­um, náms­mönn­um eða öðrum not­end­um op­in­berr­ar þjón­ustu. Þeir ráfi síðan um skóla- og heil­brigðis­kerfið í leit að bestu og eft­ir at­vik­um ódýr­ustu þjón­ust­unni, allt eft­ir efna­hag viðkom­andi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: