- Advertisement -

„…og svo mætti lengi telja“

Auðvitað þáðu bæði Stöð 2 og RÚV viðtal við Katrínu Jakobsdóttur. Eflaust er misjafnt hvað okkur þótti um viðtölin. Á Vísi er búið að skrifa mest úr samtali Heimis Más og Katrínar. Það sem mér þótti eftirtektarverðast var þetta:

„Hvort sem það er endurreisn barnabótakerfis, gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða nýtt örorkukerfi. Ég get nefnt stór umhverfismál sem unnið var að, ekki hvað síst á sviði loftlagsmála og náttúruverndar og svo auðvitað réttindamál. Kynrænt sjálfræði, ný lög um þungunarrof og svo mætti lengi telja,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi um verk ríkisstjórna hennar.

„…og svo mætti lengi telja.“ Þarna hefði verið fínt ef Katrín hefði verið beðin um að halda áfram. Hún taldi upp kynrænt sjálfræði og ný lög um þungunarrof. Ég bað Heimi og eins Jóhönnu Vigdísi um að bjóða Katrínu að halda áfram að telja upp allt ágætið.

Svo fór ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: