- Advertisement -

Og Sigurður Ingi fattar ekki neitt

Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti meirihlutans í borgarráði, eru enn og aftur ósammála.

Stjórnmál / „Tillagan skerðir ekki starfsemi Reykjavíkurflugvallar, enda stendur fyrirhuguð byggð utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarfleti. Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar.“

Þetta er tilvitnun í bókun meirihluta borgarráðs, frá síðasta fundi ráðsins. Eins og sjá má var verið að fjalla um fyrirhugaða byggð í Skerjafirði.

Sem fyrr var Vigdís Hauksdóttir á allt annarri skoðun:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð er málið keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur,“ bókaði hún um samning sem gerður var í nóvember 2019.

„Ráðherrann er ekki að fatta að verið er að þverbrjóta samkomulagið. Hér er verið að leggja til aukið byggingamagn úr 800 íbúðum í 1.300. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdarveg“ með fram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: