- Advertisement -

„Og mér finnst það hneyksli!“

- og Bjarni Benediktsson fór með rangt mál þegar hann Félagsvísindastofnun hefði valið Hannes Hólmstein til skýrslugerðarinnar.

Skýrsla Hannesar er merkt Félagsvísindastofnun Háskólans. Ég er hissa á því vegna þess að þegar að Bjarni Benediktsson sagði ranglega að Félagsvísindastofnun hefði lagt til að Hannes skrifaði skýrsluna spurði ég forstöðumann Félagsvísindastofnunar um eftir hvaða viðmiðum hefði verið farið þegar að valið var til þess verks að meta þátt erlendra aðila og stofnana í íslenska bankahruninu. Svarið var: „Verkefnið er unnið að frumkvæði Hannesar og hann samdi um það við ráðuneytið.“

Þetta skrifar Oddný Harðardóttir.

„Þá spurði ég út í fréttir um að Félagsvísindastofnun hefði fengið 10 mkr til verksins og hvort þær fréttir væru rangar og svarið var: „Nei, það er rétt. Við munum halda utan um verkefnið og allar greiðslur.“

„Þannig að Hannes spurði Bjarna hvort hann vildi ekki að hann skrifaði svona skýrslu fyrir 10 mkr. Bjarni sagði já og Félagsvísindastofnun sá um fjármálin. En kápa skýrslunnar gefur til kynna að skýrslan sé unnin af Félagsvísindastofnun Háskólans og fær því viðurkenndan blæ. Og mér finnst það hneyksli!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: