- Advertisement -

Öfugmæli Framsóknar

„Öryggi er stór hluti af því að líða vel. Þess vegna höfum við byggt samfélag með sterku öryggisneti.“

Þetta er hluti sjálfshólsgreinar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar og birt er í Fréttablaðinu í dag. Þar skrifar um þá raun sem margir Íslendingar hafa þurft að þola vegna þess hversu laskað raforkukerfið er og um það fólk sem upplifir skelfingar vegna snjóflóða.

Sigurður Ingi hefur lengi setið í ríkisstjórnum, og hann var forsætisráðherra um tíma, og hafa þær allar dregið fæturna í uppbyggingu þeirra almannakerfa sem eru allt of óburðugar.

Nei, Sigurður Ingi. Við höfum ekki komið okkur upp sterku öryggisneti. Á því neti eru ótal göt. Og efast má um að nokkur hafir smekk fyrir svona innihaldslausum yfirlýsingum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: