- Advertisement -

Ófremdarástand vegna óstjórnar

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur stjórnað dóms­málaráðuneyt­inu nán­ast linnu­laust frá síðasta ára­tug síðustu ald­ar. Í eitt kjör­tíma­bil fékk ráðuneytið frí frá flokkn­um en ekki nógu langt til að hægt væri að taka til í mik­il­væg­um og van­rækt­um mála­flokk­um ráðuneyt­is­ins, eins og al­manna­ör­yggi, lög­gæslu, fang­els­is­mál­um og mál­efn­um út­lend­inga. Þar und­ir heyra bæði þeir er­lendu borg­ar­ar sem hingað flytja af fús­um og frjáls­um vilja og þau sem þurfa af ein­hverj­um ástæðum að flýja land sitt,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir í nýrri Moggagrein.

Skoðum betur:

„Fyr­ir nokkr­um árum var þannig ástatt hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um að ein­um þing­manni flokks­ins var gefið leyfi til að spúa út andúð gagn­vart því fólki sem hingað er komið í leit að skjóli. Fengu lands­menn ít­rekað að skyggn­ast inn í þan­ka­gang þing­manns­ins en þó var það svo að ef hatrið varð of svart þá risu upp grand­var­ir flokks­menn og mót­mæltu tals­mát­an­um. Nú­ver­andi há­skólaráðherra sagði það „væg­ast sagt átak­an­legt“ að vera í sama flokki og þingmaður­inn og að „for­dóm­ar og fá­fræði ein­kenndu um­mæli hans“.“

Helga Vala: „En nú er öld­in önn­ur. Meiri­hluti kjör­inna full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins tal­ar nú um ófremd­ar­ástand sem sligi kerf­in okk­ar og það verði að stöðva komu fólks á flótta hingað til lands. Þar á meðal er áður­nefnd­ur há­skólaráðherra sem í umræðum í vor sagði fjölg­un­ina ekki geta verið jafn mikla og raun beri vitni en tengdi álag á kerf­in ekki við þá staðreynd að á síðasta ári fluttu nærri 18 þúsund manns hingað til lands til at­vinnu og náms og að ferðafólk er hátt á þriðju millj­ón ár hvert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að mynda gjá milli heima­fólks og fólks sem þarfn­ast vernd­ar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætl­ar sér að nýta sér neyð fólks til að mynda gjá milli heima­fólks og fólks sem þarfn­ast vernd­ar. Staðreynd­in er sú að það geis­ar stríð í Evr­ópu sem hef­ur marg­faldað fjölda fólks á flótta í álf­unni. Íslensk stjórn­völd tóku meðvitaða ákvörðun um að skjóta skjóls­húsi hvort tveggja yfir þann hóp sem og var tek­in ákvörðun um það í tíð Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að veita fólki frá Venesúela skjól vegna vargald­ar þar í landi. Fólki á flótta frá öðrum ríkj­um hef­ur ekki fjölgað.“

„Ófremd­ar­ástandið“ í mála­flokkn­um er vegna óstjórn­ar í ráðuneyt­inu sem hef­ur þurft að þola enda­laus­ar til­fær­ing­ar ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins und­an­far­in tíu ár svo yf­ir­sýn­in er eng­in. Það er ekki af­gönsku flótta­kon­unni og ung­um syni henn­ar að kenna að staðan er eins og hún er. Mæðgin­um sem beðið hafa af­hend­ing­ar vega­bréfa frá því í maí sl. til að geta yf­ir­gefið landið. Þau eru föst hér á landi, lenda á göt­unni í dag þar sem eng­inn veit hver á að af­henda þeim vega­bréf­in svo þau geti flúið óstjórn­ina. Fög­ur fyr­ir­heit vinstri grænna og barna­málaráðherra Fram­sókn­ar um vernd fyr­ir börn eru orðin tóm við þess­ar aðstæður. Þau bera jafna ábyrgð á þess­ari stöðu og verða bara að lifa með því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: