- Advertisement -

Ófremdarástand í hjúkrunarmálum aldraðra

Stjórnmálamenn… …eru nú búnir að eyðileggja sjóðinn.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Algert ófremdarástand ríkir í hjúkrunarmálum aldraðra um þessar mundir. Skortur á rými á hjúkrunarheimilum er mjög mikill og biðlisti lengri en áður(332.) Framkvæmdasjóður aldraðra, sem stofnaður var til þess að kosta byggingu nýrra hjúkrunarheimila, er tómur.

Sjóðurinn hefur verið notaður til annarra þarfa en byggingar nýrra hjúkrunarheimila eins og til var ætlast. Til dæmis er sjóðurinn núna notaður til breytinga á hjúkrunarheimilum og til viðhalds. Dæmi er um, að ráðherra hafi gengið í sjóðinn til þess að kosta útgáfu áróðurspésa!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í upphafi var það alveg skýrt, að sjóðurinn átti eingöngu að kosta nýframkvæmdir. En stjórnmálamenn hafa allt að verið að breyta lögum og reglum um sjóðinn og nú eru þeir búnir að eyðileggja sjóðinn. Mörg undanfarin ár hefur stundum ekki farið ein króna í nýbyggingu hjúkrunarheimila. En að mínu mati á ríkið að greiða viðhald og breytingar hjúkrunarheimila án þess að ganga í framkvæmdasjóðinn.

Vegna slæms ástands í þessum málum hefur verið gripið til þess að flytja sjúka eldri borgara „hreppaflutningum“ landshorna á milli,jafnvel þvert yfir landið. Ég man ekki eftir því á fyrri árum , að ástandið hafi verið svo slæmt í þessum efnum, að flytja hafi þurft sjúka eldri borgara landshorna á milli. Það leiðir í ljós, að ástandið í þessum efnum er miklu verra en áður.

Það sem er slæmt við þessa flutninga á eldri borgurum út á land, er það, að þeir verða viðskila við sína nánustu og fá síður heimsóknir. Það er mjög slæmt.

Talað var um það í stjórnarsáttmálanum, að gera ætti átak í byggingu hjúkrunarheimila. Minnst var á í framhaldi af því, að nota ætti fjármuni úr þjóðarsjóði til þess að kosta slíkar byggingarframkvæmdir. En þessi sjóður hefur enn ekki tekið til starfa. Ekkert hefur verið greitt í hann enn og má því búast við, að einhver tími líði áður en til þess kemur, jafnvel 1-2 ár.

Til dæmis vill Sigurður Ingi nú nota peninga úr þjóðarsjóði í vegina. Ég tel einnig, að með því að ríkið hefur tekið fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra til annarra þarf en sjóðurinn var stofnaður til, þá eigi ríkið að endurgreiða þá fjármuni, sem þar um ræðir og byrja strax byggingu hjúkrunarheimila með eigin framlögum. En núverandi ríkisstjórn hefur ekki byrjað byggingu á einu einasta hjúkrunarheimili. Þau heimili sem eru í byggingu voru sett í gang áður en stjórn KJ tók við.

Þegar litið er á rekstur hjúkrunarheimila tekur ekki betra við: Mikill halli er á rekstri hjúkrunarheimilanna. Heimilin fá hvergi nærri nægilegt fé frá ríkinu til reksturs heimilanna. Heimilin eru fjársvelt og geta ekki ráðið nægilega margt faglært hjúkrunarfólk til starfa. Alvarlegt mál. Samningur var í gildi milli hjúkrunarheimila og ríkisins um rekstur heimilanna og framlög til þeirra. Samningurinn rann út um áramót án þess að samkomulag næðist um framlengingu. Ekki voru samþykktar neinar hækkanir á framlögum þó 30% vanti upp á að daggjöld dugi fyrir rekstri heimilanna. Það ríkir því vandræðaástand varðandi rekstur heimilanna og óvissa. Rekstur þeirra getur hvenær sem er stöðvast af þeim sökum.

Þannig er ástandið í hjúkrunarmálum aldraðra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: