Í grein sinni Ákall til borgaralega sinnaðs fólks kemur Sigmundur Davíð víða við. Fyrr í dag greindi Miðjan frá kaflanum um heilbrigðismálin. Skoðum hvaða formaður Miðflokksins segir um umhverfismálin:
„Umhverfismálin hafa einkennst af þeirri yfirborðsmennsku sem áður var fyrst og fremst beitt af öfgamönnum. Í stað þess að nálgast málin af skynsemi eru stöðugt kynnt ný boð og bönn og ný „græn“ gjöld, þau svo hækkuð og refsisköttum beitt til að hegna fólki fyrir að lifa daglegu lífi.
Endalaust eru boðuð aukin útgjöld til málaflokksins (tugir milljarða) án þess að það sé ljóst hvernig það bæti umhverfi. Boðaðar eru skaðlegar (en sýnilegar) aðgerðir á borð við að moka ofan í skurði. Á meðan eru leikskólabörn farin að þjást af loftslagskvíða og telja að heimsendir sé í nánd.“