- Advertisement -

„Öfga­full­ur komm­ún­isti“

Kristján Loftsson hefur talað. Eins og við var að búast valdi hann Moggann til þess. Kristján er ósáttur við Svandísi Svavarsdóttur og reyndar líka við Sjálfstæðisflokk sem og Framsóknarflokk. „Það er að mínu mati með ólík­ind­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli hafa af­hent henni mat­vælaráðuneytið.“

Á forsíðu Moggans segir:

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og þarna eru Vinstri græn­ir að end­ur­skil­greina orðin „meðal­hóf í stjórn­sýslu“ ef þetta á viðgang­ast svona áfram. Þeir eru með þessu að prófa sig áfram með það hversu langt þeir geta gengið. Ef þetta held­ur áfram svona og þeir verða látn­ir kom­ast upp með það er voðinn vís fyr­ir at­vinnu­lífið,“ sagði Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið. Leitað var viðbragða hans við ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um að heim­ila ekki veiðar á langreyðum fyrr en 1. sept­em­ber.

„Það sem hér er á ferðinni er að öfga­full­ur komm­ún­isti stjórn­ar mat­vælaráðuneyt­inu og virðist hata allt nema rík­is­rekst­ur. Hún er greini­lega að máta sig við nýja stjórn­ar­hætti. Það er að mínu mati með ólík­ind­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli hafa af­hent henni mat­vælaráðuneytið,“ sagði Kristján.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: