- Advertisement -

Ofbeldi í bæjarstjórn Kópavogs

Stjórnmál Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi er ekki sáttur við meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Hann sakar meirihlutann um fundartæknilegt ofbeldi.

Ólafur Þór segir frá að bæjarstjórn Kópavogs tók til fyrstu umræðu tillögu hans um að fjölga bæjarfulltrúum á fundi sínum í dag. „Fulltrúar meirihlutans treystu sér ekki til að greiða atkvæði um efni tillögunnar og bæjarstjóri lagði fram frávísunartillögu sem fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjáflstæðisflokks samþykktu.“

Ólafur Þór hefur setið í bæjarstjórn í ellefu og hálft ár. „Þetta er í fyrsta sinn í 11 og hálft ár sem tillaga um breytingu á bæjarmálasamþykkt er ekki rædd á tveimur fundum og fengið að því loknu efnislega afgreiðslu. Fundartæknilegu ofbeldi beitt til að komast hjá því að greiða atkvæði. Þetta er þrátt fyrir skýr fyrirmæli sveitarstjórnarlaga um þetta. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi (hluti bókananna með öðrum minnihlutafulltrúum).“

„Tillögu um lýðræðisumbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi. Þann tíma sem undirritaður hefur verið í bæjarstjórn hefur umræða um bæjarmálasamþykkt aldrei verið afgreidd með þessum hætti heldur ávallt vísað til annarrar umræðu. Eðli bæjarmálasamþykktar er með þeim hætti að löggjafinn telur eðlilegt að tvær umræður fari fram um slíkar tillögur. Hér ákveður meirihluti bæjarstjórnar að taka ekki umræðuna, taka ekki afstöðu og brjóta því með yfirgengilegum hætti lýðræðislegar leikreglur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: