Miðjunni barst lesandabréf:
„Í gær og í dag stendur yfir á Hólmavík Fjórðungsþing Vestfirðinga. Í dag er væntanlegur sem gestur fundarins ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir frá Syðra-Langholti. Hann mun flytja lofræðu um sjálfan sig, en fundarmönnum er óheimilt að fara í pontu og spyrja hann spurninga. Lýðræðislegt?“
Af þessu má halda að ráðherrann, sem lætur aka sér um langan veg, telji sig of stóran fundinn. Leyfir ekki spurningar.