- Advertisement -

Ódýrt vín hækkar – dýrt vín lækkar

Neytendur Um áramótin lækkaði virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í ellefu prósent. Á móti hækkaði áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.

 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði, í samtali við Fréttablaðið, að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki.

„Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“

Hann sagði, í viðtalinu, að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: