- Advertisement -

Óður til atvinnulífsins, en hver hlustar?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Ungt fólk er afhuga Sjálfstæðisflokki. Skoðanakannanir sýna að rétt um sjö prósent yngstu kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn. Sem er sáralítið. Ungar konur eru í fremstu röð í flokknum. Þeirra kynslóð hefur ekki áhuga og á sama tíma gera eldri flokksfélagar lítið úr ungu konunum.

Því er óvíst hversu margir leggja við hlustir þegar þær tala, eða lesa þegar þær skrifa. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vakti athygli fyrir skörulega framgöngu gagnvart málþófi Miðflokksins. Var bara töff við þá. Sýndi að hún hefur bein í nefinu.

Í Mogga dagsins skrifar hún grein, óð til atvinnulífsins, en sökum stöðunnar er óvíst hversu margir lesa. Unga fólkið hefur ekki áhuga og þeir gömlu hrista sennilega bara höfuðið.

Áslaug Arna er trú þeirri sannfæringu sinni að hún vill veikja eftirlitsstofnanir. Hér er sýnishorn úr grein Áslaugar Örnu, sem er þungamiðja greinar hennar.

„Rík­is­valdið er ekki grunn­ur­inn að góðu og heil­brigðu sam­fé­lagi. Það sem skil­ar ár­angri, bættu sam­fé­lagi og auk­inni hag­sæld er at­vinnu­lífið. Við styrkj­um það með því að minnka skatt­byrði, ein­falda reglu­verk, hvetja fleiri í iðn- og verk­nám og fjár­festa í ný­sköp­un og tækniþróun, svo nokkuð sé nefnt. Þannig verður til sam­fé­lag þar sem all­ir hafa tæki­færi, þar sem aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu er framúrsk­ar­andi, mennta­kerfið fjöl­breytt og sveigj­an­legt, sam­göng­ur góðar og lög­gæsla öfl­ug.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: