- Advertisement -

Oddur oddviti yfirgefur sviðið

Stjórnmál Oddur Helgi Halldórsson, stofnandi L-listans á Akureyri, lætur nú af störfum í bæjarstjórn Akureyrar, eftir merka göngu þar. Hann var upphaflega í Framsókanrflokknum, náði ekki framgangi þar og stofnaði L-listann.

Í kosningunum 2006 fékk L-listinn innan við tíu prósent atkvæða, sem var mikið fall frá kosningunum 2002. Annað var upp á teningnum í kosningunum 2010, þegar L-listinn fékk 45 prósent atkvæða og hreinan meirihluta.

Nú stefnir í að L-listinn missi jafnvel meira en helming þess fylgis sem framboðið fékk síðast, og kemur eflaust ekki á óvart, þar sem kosningarnar 2010 voru um margt sérstakar.

Ef mið er tekið af kosningabaráttunni á Akureyri virðist sem L-listinn skili af sér skínandi góðu búi. Engin sérstök átök er um stóru línurnar í stjórn bæjarins. L-listinn réði utanaðkomandi bæjarstjóra, sem ánægja virðist vera með.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddur Helgi Halldórsson er ekki Jón Gnarr og sennilega bara langt því frá. Hann hefur notið hylli og sigur hans fyrir fjórum árum var merkur og ekki er annað að sjá en honum, og hans samstarfsfólki, hafi tekist vel til á kjörtímabilinu, skili af sér góu búi.

Gangi kannanir eftir fær L-listinn ekki síðri kosningu en hingað til, ef hin óvænt niðurstaða frá 2010, er undanskilin.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: