Fréttir

Oddný segir nei

By Miðjan

July 15, 2020

Oddný Harðardóttir:

Ég geri ráð fyrir að þið séuð að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég sagði nei við veggjaldafrumvarpi samgönguráðherrans. Að vísu hefur enginn spurt mig (nema Ögmundur Jónasson). Grein frá mér um þetta birtist í Dagskránni í dag, fréttablaði Suðurlands og á síðunni minni oddny.is.

Kannski segir einhver að það sé réttlætanlegt að leggja á veggjöld til að stýra umferð vegna umhverfissjónarmiða eða álags og ég er sammála því. En það á ekki að þurfa að greiða sérstaklega fyrir umhverfisvænni leiðina.