- Advertisement -

Oddný segir af sér og Ólína krefst rökstuðnings

„Nú var ég að frétta að Oddný Harðardóttir hefur sagt sig úr Þingvallanefnd vegna vinnubragðanna sem þar áttu sér stað í ráðningarferlinu um þjóðgarðsvörð á Þingvöllum. Þar sem ég hef haft um alvarlegri hluti að hugsa síðustu daga fór umræðan á síðu hennar fram hjá mér þar til nú. Þá er best að greina frá því að ég hef nú formlega óskað eftir rökstuðningi nefndarinnar fyrir ráðningunni og óskað eftir öllum gögnum sem stuðst var við í ráðningaferlinu.“

Þannig skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem var ekki ráðinn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum fyrir skömmu. Sem frægt er orðið skiptust atkvæði milli nefndarmanna Þingvallanefndar, sem allir eru alþingismenn, þannig að Einar Sæmundsson var ráðinn með atkvæðum stjórnarþingmanna meðan stjórnarandstæðingar vildu skipa Ólínu.

Hér að neðan eru tvær fyrri fréttir Miðjunnar um ráðningu Þjóðgarðsvarðar og framgöngu Páls Magnússonar sem situr í nefndinni.

Ríkisstjórn Íslands hafnaði Ólínu

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ósannar eftiráskýringar Páls Magnússonar


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: