Oddný Harðardóttir: „Nú er ég reyna að skilja prósentureikning samgönguráðherra. Hann segir að eftir vísitöluhækkun verði grunnatvinnuleysisbætur um áramótin 90% af lágmarkstekjum „eins og kallað hefur verið eftir.“
Hver hefur kallað eftir þessum 90%? Samþykkt miðstjórnar ASÍ er um 95% af lágmarkstekjum.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru 335.000 kr á mánuði og hækka 1. janúar í 351.000 kr. Og 90% af 351.000 er 315.900.
Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr á mánuði. Ef samgönguráðherrann fer rétt með verður vísitöluhækkunin 26.390 kr. eða 9,1%.
Hver er verðbólgan komin spyr ég nú bara?
Eða er ráðherrann bara að bulla til að réttlæta allt of lágar grunnatvinnuleysisbætur sem um 12.000 manns þurfa nú að framfleyta sér á? Það vantaði bara að hann segði að ef grunnatvinnuleysisbætur hækkuðu myndi störum fækka!“