Það er margt merkilegt í nýjustu skoðanakönnuninni. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði og má við engu eigi hún að ná að starfa áfram.
Samfylkingarinnar virðist bíða afhroð. Ötulasti þingmaður flokksins, Oddný Harðardóttir, nær ekki þingsæti samkvæmt könnuninni. Formaðurinn Logi Einarsson hefur haldið sig fjarri stjórnmálunum síðustu vikur ef ekki mánuði. Hans bíða mörg verk. Flokkurinn er í sárum vegna sjálfsskaða í vor þegar frambjóðendur voru valdir á framboðslistana.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini Klausturskarlinn í Miðflokknum sem næði endurkjöri. Bergþór Ólason, sá orðljótasti, nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni.
Eðlilega eru Sósíalistar á flugi. Fengju fimm þingmenn samkvæmt þessari nýju könnun MMR.
-sme