- Advertisement -

Óbreyttir þingmenn með 2 milljónir í mars

Njáll Trausti Friðbertsson fékk mest allra þingmanna í annan kostnað. Áslaug Arna og Albertína Friðbjörg koma næstar honum í sérgreiðslum. Fimm þingmenn fengu ekki eina krónu.

Njáll Trausti Friðbertsson, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem fékk hæstar greiðslur frá Alþingi í marsmánuði, þ.e. greiðslur sem eru flokkaðar sem annar kostnaður. Þar munar oftast mestu um bílanotkun þingmanna.

Í annan kostnað fékk Njáll Trausti rúmar 700 þúsund krónur. Alls greiddi Alþingi Njáli Trausta rúmar tvær milljónir í marsmánuði. Næst kemur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir með 615 þúsund krónur. Sjaldgæft er, ef ekki einsdæmi að þingmaður í þéttbýliskjrödmi fái svo háar greiðsur. Þar er síðan Albertina Friðbjörg Elíasdóttir sem er í þriðja sæti með rúmar 600 þúsund krónur og tæpar tvær milljónir alls.

Þar á eftir koma Þorgerður Katrín, Ágúst Ólafur, Bjarkey Olsen og svo Ásmundur Friðriksson.

Fimm þingmenn, þ.e. sem eru ekki ráðherrar, fengi ekki eina einustu krónu í annan kostnað. Þeir eru Bergþór Ólafsson., Guðmundur Andri, Helgi Hrafn, Willum Þór og Þorsteinn Sæmundsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokksformennirnir Sigmundur Davíð, með 380 þúsund í annan kostnað, Logi Einarsson fékk innan við 68 þúsund, Inga Sæland með rúmar sautján þúsund krónur, fengu skv. þessu mjög mismikið í annan kostnað.

Sjá listann í heild hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: