- Advertisement -

Óbreyttir stýrivextir allt þetta ár

Efnahagsmál Greiningardeild Íslandsbanka spáir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að halda  stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 20. ágúst næstkomandi. „Rökin fyrir óbreyttum vöxtum verða þau að okkar mati að verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið, krónan stöðug og verðbólguhorfur nokkuð góðar. Verðbólguvæntingar hafa hins vegar lítið breyst frá síðustu vaxtaákvörðun og eru til lengri tíma enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiði bankans.“

Og ekki nóg með það, að auki er gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum bankans allt árið. „Spáum við því hins vegar, líkt og Seðlabankinn, að spenna myndist í hagkerfinu á næstu misserum og að samhliða aukist verðbólgu-þrýstingurinn, sem kallar á aukið aðhald í peningamálum í formi hærri raunstýrivaxta. Raunstýrivextir bankans eru nú nálægt jafnvægi eftir talsverða hækkun á þessu ári. Reiknum við með því að  verðbólgan aukist nokkuð þegar kemur fram á næsta ár og að peningastefnunefndin nái þá fram raunvaxtahækkun með hækkun nafnstýrivaxta bankans.“

Sjá nánar hér.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: