- Advertisement -

Óboðinn gestur

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra birti kafla úr bók sinni, Stormurinn, frá árinu 2008.

Haustið 2010 kom út eftir mig bókin Stormurinn – reynslusaga ráðherra, útgefin af Nýju landi. Bókinn gekk prýðilega en þar fjalla ég um efnahagshrunið 2008, aðdraganda og eftirmál, út frá sjónarhorni mínu sem viðskiptaráðherra. Í tilefni af því að áratugur er nú liðinn frá þessum ógnaratburðum birti ég næstu daga nokkra kafla úr Storminum hér á síðunni.

Fjórði kafli: Óboðinn gestur

Það var þungt yfir ríkisstjórnarfundinum þriðjudaginn 30. september. Glitnir hafði verið þjóðnýttur án þess að ríkisstjórnin væri kölluð saman. Um 200 milljarða virði hlutafjár var tapað. Margir spáðu því að yfirtakan á bankanum hefði keðjuverkandi áhrif og allt íslenska fjármálakerfið félli á eftir. Eða því sem næst.

Kröfur um stjórnarslit og ásakanir um valdarán heyrðust víða að, meðal annars innan úr Samfylkingunni. Allt virtist vera á öðrum endanum. Endalok góðærisins höfðu vissulega verið fyrirsjáanleg um alllanga hríð, en að því lyki með svo hrikalegum átökum sem raun bar vitni óraði fáa fyrir.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davið Oddsson. Hann tilkynnti ríkisstjórn Íslands í leiðinni að hann hefði ákveðið að Seðlabankinn myndi hafa með alla umsjón mála að gera sem lytu að hugsanlegu fjármálaáfalli. Sú vinna væri þegar hafin í bankanum og hann myndi láta okkur frétta hverju fram yndi. Seðlabankastjóri taldi enga ástæðu til að inna ríkisstjórnina eftir því, hvort hún hefði skoðun á málinu eða tillögu um næstu skref. Hann skildi bara eftir tilkynningu um að landið væri farið á hausinn og málið væri í hans höndum.

Óskabörn útrásarinnar höfðu vaxið úr dvergum í risa á örfáum árum. Nú blasti við að risavaxið bankakerfið riðaði til falls. Enginn vissi á þessari stundu hvað færi forgörðum með því. Ekki hafði verið brugðist við litlu bankakreppunni í mars 2006, þegar ráðamenn töldu að bankarnir myndu fara í þrot, öðruvísi en að nú töldu bankarnir sig nú betur fjármagnaða til lengri tíma. Þeirri krísu var sópað undir teppið, engum sagt frá henni, og til hennar spurðist fyrst í bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrinu, þremur árum síðar.

Engin formleg áætlun var sett af stað til þess að draga úr stærð kerfisins eða hefta vöxt þess. Svo lítið lærðu menn af litlu bankakreppunni að í stað þess að treysta varnirnar var sama árið settur af stað undirbúningur að því að ýta enn undir stærð bankanna með því að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Sú stefna birtist í formlegri skýrslu nefndar á vegum Halldórs Ásgrímssonar þáverandi forsætisráðherra, en nefndinni stýrði Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings. Líklega sýnir þetta í hnotskurn hversu samtaka stjórnmálaforystan og bankakerfið var í að berja höfðinu við steininn.

Þessi stefna var svo klöppuð upp í samstarfsyfirlýsingu Þingvallastjórnarinnar, þar sem mér sem nýjum viðskiptaráðherra var þar að auki falið að ýta undir útrás bankanna, ásamt því að efla eftirlit með þeim. Í baksýnisspeglinum virka þessi ákvæði yfirlýsingarinnar eins og tragíkómedía, utan þess sem snýr að eftirlitinu með bönkunum.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, nú orðinn staðgengill formanns flokksins, vildi slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar þjóðnýtingar Glitnis og orðaði það lauslega í þingflokknum mánudagskvöldið 29. september. Glitnismálið og framganga Davíðs seðlabankastjóra jafngilti trúnaðarbresti í millum flokkanna. Stæði Sjálfstæðisflokkurinn vörð um Davíð var ekki sætt í stjórn með þeim lengur. Það var kjarninn í mati Össurar og margra annarra eftir þessa brjálæðislegu helgi.

Þann dag var hins vegar formaður flokksins á skurðarborðinu í annarri heimsálfu og mönnum fannst erfitt að ræða, hvað þá taka, slíkar ákvarðanir í fjarveru hennar. Kristrún Heimisdóttir, sem þá var aðstoðarmaður hennar, bar okkur fregnir af líðan hennar og mæltist eindregið til þess að engar örlagaríkar ákvarðanir um ríkisstjórnina yrðu teknar í hennar fjarveru. Menn tóku því sem skilaboðum frá Ingibjörgu sjálfri og virtu það. Málið var þó rætt, ekki síst þingmanna á milli.

Ríkisstjórnarfundurinn, sem haldinn var morguninn eftir, varð ekki til að draga úr þeim sem vildu ræða stjórnarslit í fullri alvöru.

Nokkrum mínútum eftir að fundurinn hófst var Geir H. Haarde forsætisráðherra kallaður fram. Til baka kom hann fölur yfirlitum og augljóslega mjög sleginn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði okkur síðar að Geir hefði verið ævareiður.

Ástæða þess að Geir var kallaður út af fundinum var að þangað hafði án fyrirvara tilkynnt komu sína óboðinn gestur. Það var Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Þegar Geir kom inn á fundinn kvað hann Davíð hafa tjáð sér að hann hefði mjög váleg tíðindi að færa.

Það var rafmagni og spennu hlaðið augnablik þegar Davíð gekk inn í ríkisstjórnarherbergið. Hann var greinilega undir miklu álagi og virkaði lítt hvíldur og tættur útlits. Það var ekki oft sem maður sá gamla stríðshestinum brugðið.

Augljóst var að átök liðinna daga höfðu tekið á hann. Orðum sínum hagaði hann þannig að engum viðstaddra blandaðist hugur um að Davíð var sjálfur ekki í neinum vafa um að nú væri hann að hefja einhverja snúnustu orrustu sem hann hafði háð á löngum ferli sínum í stjórnmálum og opinberu lífi.

Áhrifin sem návist gamla foringjans hafði á flokkssystkini hans við ríkisstjórnarborðið voru næstum áþreifanleg. Víkin á milli hans og forystu flokksins vegna samstarfsins við Samfylkinguna bætti ekki úr skák og jók enn við dramatík stundarinnar. Hvorki fjármálaráðherra né forsætisráðherra sögðu margt á fundinum. Þeir virtust bíða þess að Davíð lyki sér af og færi.

Það var augljóst að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög slegin yfir framgöngu gamla formannsins. Hún átti síðar í vikunni eftir að átelja hann opinberlega fyrir það sem hann sagði á þessum sögulega fundi.

Seðlabankastjóri hóf mál sitt á því að tilkynna að honum þætti leitt að koma inn á sinn gamla vinnustað með jafnalvarleg og vond tíðindi og hann kvað óhjákvæmilegt að gera. Ég fann hvernig þyrmdi yfir alla við þessa yfirlýsingu. Á meðan Davíð talaði hefði mátt skera loftið í sneiðar.

„Nú hafa útrásarvíkingarnir skuldsett landið þannig að landráðum líkist, sagði Davíð og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni vænt olnbogaskot í leiðinni – uppklappaðir af forsetanum og fleiri fínum mönnum, bætti hann við.“

Nú hafa útrásarvíkingarnir skuldsett landið þannig að landráðum líkist, sagði Davíð og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni vænt olnbogaskot í leiðinni – uppklappaðir af forsetanum og fleiri fínum mönnum, bætti hann við. Skerum á landfestar og skuldirnar við útlönd, sagði hann. Skiljum víkingana og þeirra brask eftir. Þá losnar þjóðin við erlendu skuldirnar og við getum haldið áfram betur sett en nokkru sinni fyrr.

Í reynd var hann að segja: Þetta er búið, gott fólk. Lokum landinu og tökum þetta „cold turkey.“
Þá tilkynnti hann ríkisstjórn Íslands í leiðinni að hann hefði ákveðið að Seðlabankinn myndi hafa með alla umsjón mála að gera sem lytu að hugsanlegu fjármálaáfalli. Sú vinna væri þegar hafin í bankanum og hann myndi láta okkur frétta hverju fram yndi.

Seðlabankastjóri taldi enga ástæðu til að inna ríkisstjórnina eftir því, hvort hún hefði skoðun á málinu eða tillögu um næstu skref. Hann skildi bara eftir tilkynningu um að landið væri farið á hausinn og málið væri í hans höndum.

Nú sem fyrr var ekki hægt með góðu móti að skilja á milli bardagamannsins úr stjórnmálunum og faglegs seðlabankastjóra. Var þetta æðsti opinberi vörslumaður þess viðkvæmasta verkefnis sem til staðar var í stjórnkerfinu, að standa vörð um fjármálalegan stöðugleika í landinu?

Enginn vissi hvor var að tala, seðlabankastjórinn eða stjórnmálarefurinn sem alltaf var með næsta leik í huga.
Glitnisyfirtakan dugði ekki til að bjarga fjármálakerfinu, var Davíð í raun að segja. Alþjóðleg lausafjárkreppan hafði lokað hverri einustu lánalínu til íslensku bankanna og hættan á áhlaupi hafði magnast við yfirtökuna á Glitni. Bæði vegna þess að þar með þraut ríkissjóð alla getu til þess að styðja bankakerfið, en líka út af lágu verðmati Seðlabankans á Glitni.
Í stað þess að lána Glitni til þrautavara leysti Seðlabankinn í skjóli ríkisstjórnarinnar bankann til sín. Við það fékk Glitnir ekki lánshæfismat ríkissjóðs heldur hrundi lánshæfismat ríkisins.

Nú voru afleiðingar yfirtökunnar á gervallt kerfið að koma fram, strax á öðrum degi frá yfirtöku. Þær voru greinilega hrikalegar að mati Davíðs. Stöðumatið við yfirtökuna á Glitni hafí augljóslega verið kolrangt.

Afleiðingar þjóðnýtingar Glitnis voru meðal annars þær að skuldatryggingaálag ríkissjóðs fór úr 175 punktum í 570. Lánshæfismat ríkissjóðs var farið veg allrar veraldar. Gengi krónunnar var í frjálsu falli. Gengisvísitalan hafði rokið í 192 stig. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hrapaði um 16,6 af hundraði, sem var mesta lækkun úrvalsvísitölunnar á einum degi frá upphafi. Í lok vikunnar hafði vísitalan fallið um rúmlega 50% frá áramótum. Á þessari einu viku féll gengi krónunnar um liðlega 13% en yfir 40% frá áramótum og virtist ekkert vera að hægja á sér.

Allir skildu að alvarleg stund var upp runnin. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu sem dæmdir menn undir þulu foringjans gamla. Enginn viðstaddra, utan mín og iðnaðarráðherra, spurði Davíð einnar einustu spurningar.
Við reyndum að glöggva okkur á því sem hann var að segja og ætlaði sér að setja af stað uppi í Seðlabanka, með því að spyrja hann út í staðreyndir á bak við fullyrðingar hans. Það gekk ekki vel og hann vatt sér fimlega í kringum flest sem við lögðum fyrir hann.

Hann lauk máli sínu á því að leggja það til að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra yrði margfölduð og að nú riði á að hafa hendur í hári landráðamannanna.
Ekki væri annað að gera en að róa sem hraðast frá þeirra skuggalega bralli og skuldum. Skilja þá eftir með skömmina og hann virtist engar áhyggjur hafa af viðbrögðum umheimsins og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna næstu áratugina. Hvernig í ósköpunum umheimurinn myndi taka þeim fregnum fylgdi ekki sögunni og enn síður hver ætti að lána Íslendingi svo mikið sem eina evru í fyrirsjáanlegri framtíð.

Gervöll ríkisstjórnin fraus. Við hreinlega trúðum ekki okkar eigin eyrum. Össur var fljótur til og það sauð á honum við þessi ummæli Seðlabankastjórans. Þegar Davíð lauk máli sínu tók hann orðið og setti samstundis ofan í við hann formlega við forsætisráðherra. Hér væri kominn seðlabankastjóri og leyfði sér að leggja það til að ríkisstjórnin færi frá og ný yrði mynduð. Til þess hefði hann ekkert umboð og engan rétt. Hann væri seðlabankastjóri en ekki stjórnmálamaður, mætti tala hér um efnahagsmál, en með tillögu um að setja ríkisstjórnina af væri hann kominn út fyrir allt. Í þessu fælist fullkominn brestur á trúnaði milli ríkisstjórnar og Seðlabanka, sem yrðu að geta unnið saman af fullu trausti á slíkum erfiðleikatímum.

Hér þusti seðlabankastjóri semsagt óboðinn inn á fund ríkisstjórnar til þess að tilkynna um endalok efnahags lýðveldisins — því öðruvísi var ekki hægt að túlka skilaboðin.
Steininn tók þó úr þegar Davíð henti því á borðið í blálok tölu sinnar, að ef hann mætti leggja eitthvað skynsamlegt til, þá væri það hans skoðun að aldrei hefði verið meira tilefni en nú til þess að mynda þjóðstjórn í landinu.

Gervöll ríkisstjórnin fraus. Við hreinlega trúðum ekki okkar eigin eyrum. Össur var fljótur til og það sauð á honum við þessi ummæli Seðlabankastjórans. Þegar Davíð lauk máli sínu tók hann orðið og setti samstundis ofan í við hann formlega við forsætisráðherra.

Hér væri kominn seðlabankastjóri og leyfði sér að leggja það til að ríkisstjórnin færi frá og ný yrði mynduð. Til þess hefði hann ekkert umboð og engan rétt. Hann væri seðlabankastjóri en ekki stjórnmálamaður, mætti tala hér um efnahagsmál, en með tillögu um að setja ríkisstjórnina af væri hann kominn út fyrir allt. Í þessu fælist fullkominn brestur á trúnaði milli ríkisstjórnar og Seðlabanka, sem yrðu að geta unnið saman af fullu trausti á slíkum erfiðleikatímum.

Við inngrip Össurar brá Davíð. Hann áttaði sig á að hann hafði hlaupið á sig. Reyndi í framhaldinu að gera lítið úr orðum sínum og draga úr þeim – hann hefði kannski ekki átt að tala svona. En orð hans urðu ekki aftur tekin. Nú blandaðist engum hugur um að pólitískar ástæður ekki síður en efnahagslegar lágu að baki tali hans öllu saman. Davíð Oddsson vildi koma ríkisstjórninni frá.

Sama spurning flaug í gegnum hug flestra við borðið: Og hvern skyldi hann telja best til þess fallinn að leiða slíka þjóðstjórn?

Í framhaldi af þessari heimsókn Davíðs og yfirtökunni á Glitni lögðum við Össur fram sína bókunina hvor á næsta ríkisstjórnarfundi. Össur fór hörðum orðum um tillögu seðlabankastjóra um ríkisstjórnarskipti, sagði fullkominn trúnaðarbrest milli hans og ríkisstjórnar og fór fram á að honum yrði tafarlaust vikið úr starfi. Samfylkingin gæti ekki borið ábyrgð á þessum seðlabankastjóra.

Á sama fundi lagði ég einnig fram harðorða bókun þar sem ég mótmælti því að hafa ekki sem fagráðherra verið hafður með í ráðum við Glitnisgjörninginn. Ég bókaði sömuleiðis að með því hefði viðskiptaráðuneytið, huganlega með sviksamlegum hætti, verið sniðgengið í einni afdrifaríkustu ákvörðun Íslandssögunnar.

Í Fréttablaðinu föstudaginn 3. október kom glöggt fram hversu illilega misboðið forystu Sjálfstæðisflokksins var. Þá urðu þau stórtíðindi að varaformaður flokksins gagnrýndi Davíð Oddsson og skóf ekki utan af skoðunum sínum.
Kolbeinn Ó. Proppé skrifaði frétt með þessari fyrirsögn: Segir Davíð beita smjörklípuaðferð. Svo sagði í undirfyrirsögn: „Menntamálaráðherra segir embættismenn eins og Davíð Oddsson ekki eiga að skipta sér af stjórnmálum með ummælum um þjóðstjórn. Eykur á óvissu og vanlíðan fólks, segir viðskiptaráðherra. Forsætisráðherra vill ekki tjá sig.“
Í fréttinni stóð m.a.: „Hann er að fara langt út fyrir sitt verksvið með þessum tillögum. Auðvitað hefur hann skoðanir, en hann er embættismaður og á ekki að vera á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um hugmyndir Davíðs um þjóðstjórn. Þorgerður segir stjórnina hafa góðan þingmeirihluta og fráleitt sé að hún fari frá. „Við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að styrkja krónuna á ný og menn eiga ekki að vera að senda út svona smjörklípur.“

Í rauninni var ótrúlegt að stjórnin skyldi ekki springa á næstu dögum. Augljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi standa á bak við Davíð þrátt fyrir gagnrýni Þorgerðar. Hann yrði aldrei látinn fara á þeirra vakt. Slík voru sálræn ofurtök hans á Sjálfstæðisflokknum. Sama hvað hann gengi fram af þeim og yfir þau. Fyrrum formaður flokksins yrði ekki niðurlægður með þeim hætti.

Gott og traust samstarf Ingibjargar og Geirs hélt stjórninni saman, ekki síst þar sem þingflokkur Samfylkingarinnar vildi ekki ganga ekki gegn vilja formanns síns, sem stríddi við veikindi og var enn fjarverandi. Hún vildi halda áfram samstarfinu. Um leið tók þó flokkinn að reka frá því líkt og kom berlega í ljós síðar.

Gesturinn, sem bauð sér sjálfur án fyrirvara inn á fund ríkisstjórnarinnar, boðaði tíðindi sem raungerðust í einhverjum alvarlegustu tímum Íslandssögunnar. Fáeinum dögum síðar bað forsætisráðherra guð að blessa landið í beinni útsendingu og samþykkt voru neyðarlög númer 125/2008. Tilgangur þeirra var beinlínis að koma í veg fyrir upplausnarástand og efnahagslegt alhrun.

Í hönd fór ein æsilegasta og hrikalegasta vika lýðveldissögunnar. Neyðarlög, fall Landsbanka, fall Glitnis, afdrifaríkt Kastljósviðtal við Davíð, Bretar settu Ísland á hryðjuverkalista með Al Kaída, samhliða felldu þeir Singer og Friedlander sem Kaupþing átti í Bretlandi, og í kjölfarið fylgdi stærsti og afdrifaríkasti atburðurinn: Fall Kaupþings, stærsta bankans af þeim öllum. Þar með var bankakreppa orðin að kerfishruni.

Órói innan Samfylkingarinnar breyttist í þunga undiröldu á meðan flokkurinn horfði með þjóðinni í forundran á kerfishrun eiga sér stað í landinu. Sá þungi ágerðist hægt og bítandi næstu mánuðina í takt við þá almennu þróun í þjóðfélaginu að áfall breyttist í heift og reiði.

Skyndileg veikindi formanns flokksins, sem greinilega voru alvarleg, bættu enn frekar á dramatíkina og tilfinningarótið á flokki og forystu. Hæpið var að fella ríkisstjórnina að Ingibjörgu Sólrúnu fjarverandi og úr reglubundnum símtölum hennar við Össur fékk þingflokkurinn sterk skilaboð um að gera slíkt alls ekki við þessar aðstæður.

Skyndileg veikindi formanns flokksins, sem greinilega voru alvarleg, bættu enn frekar á dramatíkina og tilfinningarótið á flokki og forystu. Hæpið var að fella ríkisstjórnina að Ingibjörgu Sólrúnu fjarverandi og úr reglubundnum símtölum hennar við Össur fékk þingflokkurinn sterk skilaboð um að gera slíkt alls ekki við þessar aðstæður.

Á vikunum eftir hrun þótti líka flestum í þingflokknum óráðlegt að steypa undan stjórninni og óábyrgt að leggja það á þjóðina ofan á annað. Flokksmenn virtust á þeim tíma sammála meirihluta þingflokksins um þetta. Það væri að hlaupast undan merkjum og væri til marks um veikleika hjá flokknum. Með því væri flokkurinn að taka sinn eigin tímabundna hag fram yfir þjóðarhag á örlagatímum.

Þó voru alltaf í þingflokknum nokkrir sem töldu hið gagnstæða, að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins réði ekki við efnahagshrunið og það væri ábyrgðarleysi gagnvart þjóðinni að horfast ekki í augu við það.

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Garðabæ í nóvember voru skilaboðin hins vegar skýr: Haldið þetta út þrátt fyrir Davíð og afstöðu samstarfsflokksins til Evrópu og evru. Gefum þessu nokkra mánuði.

Þrátt fyrir allt sem á gekk var þetta ekki tími til uppgjörs og stjórnarslita. Nú mátti ekki líta upp úr björgunaraðgerðum. Efnahagslegt öngþveiti og neyðarástand tók við.

Tíðindin sem óboðni gesturinn bar inn á fund ríkisstjórnarinnar voru hins vegar engar ýkjur. Umheimurinn hafði misst traust á íslenska fjármálakerfinu í því ofviðri sem geisaði á alþjóðlegum mörkuðum.

Hrunið hér var vissulega afleiðing af alþjóðlegri fjármálakreppu, en magnaðist út af heimatilbúnum kerfisbresti sem fólst í stærð bankanna, smæð gjaldmiðilsins og efnahagskerfis landsins. Bresturinn myndaðist við einkavæðingu bankanna og útrás þeirra á 500 milljóna Evrópumarkað í samræmi við ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. Ekki hafði verið brugðist við í tíma við að draga úr umsvifum bankanna og koma útibúum þeirra í dótturfélög ytra.

Fjármálafellibylurinn gekk yfir öll ríki heims. Í dag er hins vegar flestum ljóst að kerfishruni hér olli einfaldlega sú staðreynd, að varnir okkar voru í engu samræmi við áhættuna sem byggst hafði upp af stórum alþjóðlegum bönkum. Undirstöðurnar voru svo veikar þegar á reyndi, að kerfið féll allt við ágjöfina eins og spilaborg.

Í opnu hagkerfi stenst örmynt eins og krónan ekki áhlaup. Spákaupmenn spila á veikleika peningakerfis okkar í tíma og ótíma og varnirnar voru fjarri því að duga þegar á reyndi. Ekkert af þessu vildu íslenskir stjórnmálamenn viðurkenna og héldu áfram eins og við byggjum við hið besta mögulega ástand. Það gilti jafnt um stjórn og stjórnarandstöðu.

Nú blasti nýr raunveruleiki við, líkt og sendiboðinn úr Seðlabankanum hafði sagt ríkisstjórninni þarna um morguninn. Og hann var ekki árennilegur.

Myndaval er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: