„Kórónaveirukreppan hefur valdið álíka miklum samdrætti í þjóðarframleiðslu hjá okkur og öðrum þjóðum. Að sama skapi hefur atvinnuleysi vaxið hlutfallslega með svipuðum hætti og meðal helstu viðskiptaþjóða,“ segir meðal annars í vikulegri grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu.
Þorsteinn skrifar:
„En hér hefur þrennt gerst, sem aðrar þjóðir þurfa ekki að þola:
Í fyrsta lagi hrundi gengi krónunnar um 20 prósent. Gjaldmiðlar helstu viðskiptaþjóða hafa á hinn bóginn verið nokkuð stöðugir.
Í öðru lagi hefur verðbólga meira en tvöfaldast á þessu ári og er nú komin verulega yfir viðmiðunarmörk Seðlabankans og fer vaxandi, á meðan hún er mun stöðugri á öðrum Norðurlöndum og í Evrópu.
Í þriðja lagi gerðu stjórnvöld tilraun til að halda gengi krónunnar uppi með því að setja lífeyrissparnað almennings í höft. Þessi óábyrga tilraun mistókst hrapallega. En fyrir vikið bítur kreppan lífeyrisþega meira hér en í grannlöndum.
Þannig veldur krónan verulegum búsifjum, umfram það sem aðrar þjóðir þurfa að þola vegna kórónaveirukreppunnar.“
Grein Þorsteins er mun lengri.