- Advertisement -

Nýyrðasmiðjan við Háaleitisbraut

Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Bjarna er á stundum nokkuð undarlegur. Í nýlegri grein eins áhrifamanna flokksins stóð: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var nefni­lega ekki bara stofnaður sem stjórn­mála­flokk­ur. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var stofnaður sem órjúf­an­leg­ur hluti af sál þjóðar­inn­ar.“

Það munar ekki um það. Það er ekki lítið að burðast með þetta áratugum saman. Ekki er minnsta ástæðu til að efast um svona sé þetta. Það er meðal flokksmanna. Svo ekki sé talað um hvern andinn er meðal innmúraðra og innvígðra.

Jafnvel skýrir þessi opinberun eitt og annað. Það nýjasta er ekkert fyndið þó hlægja megi að því. Það er nýyrðasmíði Sjálfstæðisflokksins. Sálar þjóðarinnar. Hér er alvara á ferð. Flokkurinn átti undir högg að sækja. Hann þarf að sefa sitt fólk. Fólkið sem svengir í banka

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bankasala á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Alls ekki þeim stóra hluta hennar sem man hvernig flokknum tókst til síðasta þegar hann „seldi“ ríkisbankana. Sú saga hefur oft verið sögð. Samt alls ekki nógu oft. Það er nú annað mál.

Nýyrðasmiðja Sjálfstæðisflokksins fór í málið. Illa gekk að finna þjált orð til í stað bankasölu. Þar til Bjarni kom til sögunnar. Hann, formaðurinn sjálfur, kom með afleita lausn. En hann er jú formaður og hans tillaga varð ofan á.

Nú nefnist bankasala að umbreyta eign ríkisins í innviði. Ekki gott en betra en bankasala, að mati nýyrðasmiðjunnar við Háaleitisbraut.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: