- Advertisement -

Nýtum ein verstu beitarlönd veraldar

Leiðari „Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna.“ Það er ekkert annað. Og hver segir þetta? Jú, Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hann segir að hluti lausagöngu sauðfjár, sé á landssvæðum sem þoli alls ekki beitina. Vel má vera, án þess að ég viti, að landbúnaðarráðherra hafi haft að leiðarljósi í tillögum sínum, til hjálpar sauðfjárbændum, að stýra beitinni frá viðkvæmustu svæðunum. Ég held samt ekki.

En er vandinn mikill. „Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti.“

Og hvað er best að gera? „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gleymdust þessar staðreyndir, enn eina ferðina?

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: