- Advertisement -

Nýtt lagafrumvarp: Stytta á málsmeðferð hælisleitenda

Nú er svo komið að stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan ásættanlegs tíma og kostnaður við framfærslu umsækjenda um alþjóðlega vernd vex hröðum skrefum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um útlendinga. Stefnt er enn að því að stytta afgreiðslutíma umsókna um alþjóðlega vernd.

Í greinargerðinni segir:

„Þar var meðal annars mælt fyrir um sérstaka málsmeðferð, þ.e. forgangsmeðferð bersýnilega tilhæfulausra umsókna, sem átti að stytta málsmeðferðartíma. Eftir gildistöku reglugerðarinnar mat kærunefnd útlendingamála það svo að ákveðin ákvæði umræddrar reglugerðar hefðu ekki fullnægjandi lagastoð og hefur henni því ekki verið beitt að fullu. Því er talin ástæða til að færa efni hennar að hluta inn í lögin sjálf. Aðgerðir stjórnvalda til að draga úr fjölda bersýnilega tilhæfulausra umsókna báru verulegan árangur. Fjöldi þeirra ríkisborgara frá öruggum ríkjum sem sótti um alþjóðlega vernd hérlendis dróst mjög saman á síðari hluta ársins 2017 og fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd á framfærslu hér á landi dróst saman úr rúmlega 700 manns í ársbyrjun 2017 í rúmlega 400 þegar kom fram á árið 2018.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Í fyrsta lagi hefur fjölgað nokkuð í hópi þeirra sem hingað leita eftir vernd frá stríðshrjáðum löndum, ekki síst Írak og Afganistan.

Eins þetta: „Að undanförnu hefur hins vegar á nýjan leik fjölgað í þeim hópi sem hér bíður niðurstöðu meðferðar umsókna sinna um alþjóðlega vernd og eru nú rúmlega 600 einstaklingar sem þiggja þjónustu meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála eða endursendingu til annars ríkis. Nú er svo komið að stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan ásættanlegs tíma og kostnaður við framfærslu umsækjenda um alþjóðlega vernd vex hröðum skrefum. Í grunninn má segja að fyrir því séu tvær meginástæður. Í fyrsta lagi hefur fjölgað nokkuð í hópi þeirra sem hingað leita eftir vernd frá stríðshrjáðum löndum, ekki síst Írak og Afganistan. Í öðru lagi hefur þeim sem sækja hér um alþjóðlega vernd fjölgað umtalsvert á ný þrátt fyrir að vera ekki á flótta undan ofsóknum í sínu upprunaríki. Í síðarnefndum hópi er í fyrsta lagi fólk frá öruggum upprunaríkjum, í öðru lagi fólk sem ber samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni að sækja um og fá niðurstöðu um sínar umsóknir um vernd í öðru Evrópuríki eða hefur jafnvel þegar sótt um alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki og í þriðja lagi fólk sem þegar hefur fengið stöðu flóttamanns í Evrópu en kýs að koma hingað til lands og sækja um alþjóðlega vernd á nýjan leik. Ástæða þykir til að bregðast við þessari fjölgun með því að styrkja stoð Dyflinnarreglugerðarinnar og einfalda málsmeðferð umsókna þegar umsækjandi hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd svo að auka megi skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma.“ 




Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: