„…nema menn náttúrulega gangi í smiðju borgarstjóra og axli ábyrgð með því að sitja áfram.“
Marinó G. Njálsson skrifar:
Lögmaður Samherja reiðir hátt til höggs og nú er spurningin hverju æðstu menn Seðlabankans svara. Hún kemur með margar hnyttnar tilvísanir, en þessi slær allt út:
„Umboðsmaður Alþingis sá ástæðu til að minna forsvarsmenn seðlabankans á að í jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar fælist ekki að ef bankinn hefði brotið gegn einum aðila ætti hann að halda áfram og brjóta gegn öllum öðrum. Út á það gengi jafnræðisreglan ekki.“
Ég á svo sem ekki von á því að neinn axli ábyrgð á þessari útreið sem Seðlabankinn fær hjá umboðsmanni Alþingis, nema menn náttúrulega gangi í smiðju borgarstjóra og axli ábyrgð með því að sitja áfram.
Því miður hitti Bára Halldórsdóttir naglann á höfuðið, að það breytist aldrei neitt á Íslandi, vegna þess að gamlir hlutir falla í gleymsku um leið og nýtt klúður kemur upp. Þar sem nýtt klúður kemur upp vikulega, þá fennir yfir gömul spor á stuttum tíma.