- Advertisement -

Nýtt bókasafn opnar í Spöng

Nýtt hverfissafn verður opnað í Spönginni Grafarvogi í dag, laugardag, kl 14 við hátíðlega athöfn af borgarstjóra Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni.

Dagskrá opnunar:

Kl. 14
Pálína Magnúsdóttir borgarbókarvörður býður gesti velkomna
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri „opnar“ nýtt safn
Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju syngur jólalög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Einar Már Guðmundsson, skáld og Grafarvogsbúi, flytur hugvekju

Kl.14.30
Sirkus Íslands leikur listir sínar

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við sama tækifæri opnar sýningin Frystikista í fjörunni með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur. Á sýningunni eru nýleg verk unnin á þessu ári og á árinu 2013 en titill sýningarinnar vísar í samnefnt ljóð listamannsins og er gagnrýni á neyslusamfélagið.

Sjá frétt á vef Borgarbókasafns.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: