- Advertisement -

Nýsköpunin þarf að fá orku

Alþingi „Eitt af því sem þarf til þess að við getum haldið uppi hagvexti hér er að þau fjölmörgu nýsköpunarfyrirtæki sem bíða í startholunum fái þá orku sem þau þurfa,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, á Alþingi í dag, þegar hann ræddi fyrir orð sín um samband virkjana og launahækkanna. Hann vitnaði orðrétt í sjálfan sig og sagði:

„Ég er einfaldlega að segja að ef menn ætla að semja um verulegar launahækkanir þá þarf aukna verðmætasköpun í landinu til þess að þær launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti, annars fara þær fyrir lítið og brenna upp í verðbólgu.“

Hann sagðist ítrekað hafa haldið þessu fram en neitaði að hafa haldið því fram að verið væri að ræða rammaáætlun í kjaraviðræðunum. „Ég hef einfaldlega bent á þá augljósu staðreynd að ef verulegar launahækkanir eiga að skila sér í raunverulegri kaupmáttaraukningu þá þarf aukna verðmætasköpun í landinu.“

Hegli Hjörvar spurði ráðherrann hvort hann væri því ekki sammála og hvort hann væri ekki tilbúinn til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að auka sáttina, bæði í þinginu og í samfélaginu, með því að setja hér á dagskrá þau brýnu framfaramál sem hans eigin ráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur unnið að þrotlaust síðastliðin tvö ár og enn eru ekki komin fram í þinginu en eru miklu þarfari en þessar deilur og líklegri til að skila okkur sameiginlegum árangri, virðulegur forsætisráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…félagsmálaráðherra er tilbúin til þess að laga þau mál að þeirri niðurstöðu sem kann að verða í viðræðum um kjarasamninga þannig að húsnæðismálin eða breytingar þar á verði til þess að styrkja stöðu heimilanna, verði til þess að rétta hlut heimilanna enn frekar en leiði ekki til neikvæðra aukaverkana, þ.e. við þurfum í heildarniðurstöðunni, hvort sem er í húsnæðismálum eða kjaramálum í heild, að huga að því að afraksturinn skili sér til heimilanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að lokum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: