- Advertisement -

Nýsköpun: Þeir stóru hirða alla styrkina

Þar legg­ur ráðherra enn á ný til að gengið verði framhjá hags­muna­sam­tök­um hug­vits­fólks.

Valdimar Össurarson, formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna, skrifar eftirtektarverða grein í Moggann í dag. Þar segir til dæmis:

„Hver skyldi vera ástæðan? Aug­ljós­asta skýr­ing­in er hags­muna­gæsla sem teng­ist þeim gríðar­miklu fjár­mun­um sem veitt­ir er úr rík­is­sjóði í nafni ný­sköp­un­ar­mála. Stór­ir aðilar hafa komið sér vel fyr­ir við þessa „kjöt­katla“. Þess­ir aðilar eiga góð ítök í stjórn­mála­flokk­um og vilja ógjarn­an að aðrir en þeir nái að hafa áhrif. Þess­ir „út­völdu“ aðilar koma ber­lega í ljós þegar skoðuð er stjórn­ar­skip­an stofn­ana og skip­an ráðherra og Alþing­is í nefnd­ir og ráð sem tengj­ast ný­sköp­un. Þar eru áber­andi full­trú­ar Sam­taka iðnaðar­ins, sem lengi hafa drottnað yfir ný­sköp­un­ar­mál­um lands­ins ásamt Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Þar eru full­trú­ar há­skóla­sam­fé­lags­ins og greina inn­an þess; full­trú­ar ráðuneyta og stór­fyr­ir­tækja; en ekki einn ein­asti full­trúi þeirr­ar und­ir­stöðu ný­sköp­un­ar sem stjórn­völd telja hug­vits­fólk vera. Nefnd­ir og ráð ný­sköp­un­ar­um­hverf­is­ins eru fleiri en hér er rúm til að telja upp; allt frá hinu fjöl­skipaða „vís­inda- og tækni­ráði“ til stjórna og ráða sam­keppn­is­sjóða og tíma­bund­inna nefnda á veg­um ráðherra, t.d. um mót­un ný­sköp­un­ar­stefnu. Und­an­tekn­ing­ar­laust er hug­vits­fólk sniðgengið.“

Það skyldi þó ekki vera. Enn og aftur ráða tengsl við stjórnmálaflokkanna meiru en annað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er plagsiður að ráðast per­sónu­lega gegn gagn­rýn­end­um.

„Hag­nýt­ing hug­vits er mik­il­væg for­senda fjöl­breytts at­vinnu­lífs, sterkr­ar sam­keppn­is­stöðu, hag­vaxt­ar og vel­ferðar“. Svo seg­ir rétti­lega í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Sami boðskap­ur er sí­end­ur­tek­inn í allri orðræðu flokka og þing­manna.

„Stjórn­völd vinna hins veg­ar alls ekki sam­ræmi við þetta,“ skrifar Valdimar. Hann á ekki bara við núverandi ríkisstjórn. „Held­ur er hér um langvar­andi for­dóma að ræða sem orðnir eru rót­gró­in mein­semd í stjórn­kerf­inu.“

Skoðum skrif Valdimars ögn betur:

„Nú vill ráðherra ný­sköp­un­ar gera gagn­ger­ar breyt­ing­ar á stuðnings­um­hverfi ný­sköp­un­ar og m.a. skipta út Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands fyr­ir einka­hluta­fé­lag sem greini­lega er liður í einka­væðingu þessa mik­il­væga hluta stuðnings­um­hverf­is­ins. Þar legg­ur ráðherra enn á ný til að gengið verði framhjá hags­muna­sam­tök­um hug­vits­fólks, og í ofanálag að ekki verði sinnt mik­il­vægri ráðgjaf­arþjón­ustu við frum­kvöðla á byrj­un­arstigi sem NMÍ á að sinna að nú­gild­andi lög­um.

Í stjórn­kerf­um sem ein­kenn­ast af slíkri hags­muna­gæslu er það plagsiður að ráðast per­sónu­lega gegn gagn­rýn­end­um. Því höf­um við óspart fengið að kynn­ast sem beitt höf­um okk­ur fyr­ir úr­bót­um um mál­efni hug­vits­fólks og frum­kvöðla. Allt er gert til að þagga niður í okk­ur; t.d. njóta verk­efni okk­ar ekki sann­gjarns mats í sam­keppn­is­sjóðum. Um þær aðferðir mun ég síðar fjalla.“

Þið sem eruð áskrifendur að Mogganum, endilega lesið alla grein Valdimars.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: