- Advertisement -

Nýr þingmaður Framsóknar gagnrýnir ríkisstjórnina

Framsóknarflokkurinn miklaðist mjög af málefnum barna í kosningunum í haust. Þá var Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir kjörin til þingmennsku. Hafdís Hrönn var í þriðja sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi, kjördæmi formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hafdís Hrönn hélt þingræðu í morgun:

„Staða barna sem lifa með áskoranir á borð við athyglisbrest og/eða ofvirkni og einhverfu hefur lengi verið slæm innan menntakerfisins, og þörfum þeirra iðulega ekki verið mætt með þeim hætti sem heilastarfsemi þeirra krefst. Skilningsleysi hefur verið mikið og erfitt hefur reynst að fá samfellu og stöðugleika í þeim úrræðum og þeim aðferðum sem við þurfum að nota til að kenna börnum sem lifa með slíkum áskorunum. Við erum að tala um börn með Ferrari-heila og hjólabremsur. Þau kenna okkur svo mikið.

Mig langar að sjá menntakerfið tryggja börnum jafnan aðgang að þeim tækifærum sem menntun hefur upp á að bjóða. Það eru tækifæri til að endurskoða hvernig við menntum börnin okkar, og finna styrkleika þeirra og leyfa þeim að blómstra á sínu áhugasviði og byggja upp sterkan grunn og reisa framtíð þeirra þar.

Með því að koma enn frekar til móts við þarfir þeirra, bjóða þeim upp á öðruvísi kennsluaðferðir, réttan stuðning og ákveðna víðsýni á þær áskoranir sem börn með sérþarfir standa frammi fyrir dag hvern, sé ég fyrir mér að við getum alið af okkur einstaka og bráðklára einstaklinga sem munu verða þjóðargersemar til lengri tíma, heimsklassasérfræðingar á sínu áhugasviði. Þau eru með svo skemmtilega og frjóa hugsun og við þurfum að efla enn frekar og ég bind miklar vonir við það að allir taki höndum saman og með tilkomu laga um samþættingu á þjónustu við börn munum við ná svo miklu betur utan um börnin okkar. Aðlögum okkur að þeim.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: