- Advertisement -

Nýr Landspítali á að kosta 55 milljarða

Svandís Svavarsdóttir og Ólafur Ísleifsson.

Ritsjórn Miðjunnar var brugðið við að heyra fyrstu frétt rúv klukkan ellefu í morgun. Sama frétt birtist hér fyrir tæpum tveimur mánuðum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur upplýst að nýr Landspítali við Hringbraut muni kosta tæpa 55 milljarða.

„Kostnaðaráætlanir Nýs Landspítala ohf. (NLSH ohf.) taka tillit til hönnunar- og framkvæmdakostnaðar nýbygginga meðferðarkjarna, rannsóknahúss sem og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhúss. Jafnframt taka þær tillit til hönnunar- og framkvæmdakostnaðar gatna, veitna, lóðar, tengiganga, tengibrúa, þyrlupalls, bílakjallara við Sóleyjartorg og einnig til tækni- og stoðkerfa húsa. Sömuleiðis taka þær tillit til verkeftirlitskostnaðar og kostnaðar við verkefnisstjórn vegna verkþáttanna. Alls er áætlaður kostnaður við framangreind mannvirki 54.577 millj. kr. án virðisaukaskatts, miðað við 136,5 stiga byggingarvísitölu í janúar 2018,“ segir í svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar. Spurning Ólafs hljóðaði svo: „Hver er áætlaður kostnaður við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir við sjúkrahús við Hringbraut?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ólafur var með fleiri spurningar. Til dæmis þessa: „Telur ráðherra að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun sé raunhæf í ljósi þróunar byggingarkostnaðar á undanförnum mánuðum og misserum? Hvernig rökstyður ráðherra álit sitt í þessu efni?
„Heilbrigðisráðherra telur að áætlanir NLSH ohf. séu raunhæfar, m.a. í ljósi þess að þekking og reynsla ráðgjafa NLSH ohf. byggist á stöðu íslensks byggingariðnaðar og umræddir ráðgjafar koma að íslenskum verkefnum, kostnaðaráætlunargerð fyrir aðra opinbera aðila eða einkaaðila. Jafnframt eru í ráðgjafarteymi NLSH ohf. erlendir aðilar sem hafa reynslu af sambærilegum sjúkrahúsverkefnum og þekkingu á þeim,“ segir Svandís í svari sínu.

Sjá allt svarið hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: