Enn og aftur mætast stálin stinn í ríkisstjórninni. Guðmundur Ingi félagsmálaráðherra gat ekki lengur lagst á koddann að kveldi vitandi að fjöldi fólks væri á sama tíma að leita sér að næturstað. Í gjótum, bílakjallörum eða bara hvar sem er. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir er ósátt við samráðherra sinn.
„Neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi, og eiga með réttu að hverfa af landi brott og hafa ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga, fá eigi að síður neyðaraðstoð hér á landi, skv. samningi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við Rauða krossinn. Frá þessu greinir á vef Stjórnarráðsins,“ segir Guðrún í Moggaviðtali.
„Spurð hvort þetta sé í andstöðu við markmið laga um útlendinga segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að með samþykkt laganna í vor hafi verið mótuð skýr stefna. „Hún er sú að þegar fólk hefur fengið synjun um vernd hér á landi og farið í gegnum tvö stjórnsýslustig og kærunefnd staðfest synjun hefur það ekki lengur stöðu flóttamanns. Þær forsendur sem viðkomandi lagði til grundvallar umsókn sinni stóðust ekki og þ.a.l. ber fólki að fara frá landinu, enda í ólögmætri dvöl. Þeir sem hlíta ekki íslenskum lögum eru að brjóta lög. Ég sé enga aðra lausn en þá að vera með lokuð búsetuúrræði. Ef svo væri þyrfti ekki á því að halda sem félags- og vinnumarkaðsráðherra býður hér upp á. Þessu fólki ber að yfirgefa landið og það er sérstakt að búin séu til úrræði fyrir fólk sem er að brjóta lög. Þeir sem vilja vinna með stjórnvöldum fá aðstoð,“ segir Guðrún,“ segir ráðherrann við Moggann.
Enn breikkar gjáin sem er milli stjórnarflokkanna tveggja.
„Með þessum breytingum segir ráðuneytið skýrt hvað kemur til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við þetta fólk. Með aðstoð sé átt við gistingu og fæði í samræmi við það sem almennt tíðkist í úrræðum fyrir heimilislausa hér á landi hvað varðar hámarksdvalartíma hvers einstaklings á sólarhring í viðkomandi gistiúrræði sem og fjölda máltíða á sólarhring. Sveitarfélögin hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með þessa ráðstöfun ráðherrans enda sé hún tekin með fullri vitneskju hans um algjöra andstöðu sveitarfélaganna,“ segir svo í Mogganum.