Skatturinn tekur ekki mið af tekjum eða annarri fjárhagsstöðu fólks. Öllum ber að borga það sama.
Ekki er aðeins rætt um vegaskatta frá og að Reykjavík. Sigurður Ingi Jóhannsson upplýsti í Kastljósi gærkvöldsins að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu muni leggja líka leggja á nýja umferðarskatta. Þeir nefnast; innviðagjaldtökuheimild. Lélegur feluleikur það. Þetta eru skattar, einfaldara getur það ekki verið.
Ríkisumferðarskattarnir og innviðagjaldtökuheimildarskattarnir sveitarfélaganna eiga það sameiginlegt að vera flatir skattar, það er skattstofninn tekur ekki mið af tekjum eða annarri fjárhagsstöðu fólks. Öllum ber að borga það sama.
Sigurður Ingi sagði með óskiljanlegum hætti að fólk sem sækir börn á leikskóla muni ekki þurfa að borga fyrir hverja ferð. Hvernig verður því varið? Það er óútfært.
Ríkisstjórnin mun lækka bankaskattana rétt eins og veiðigjöldin. Þess í stað á að skattpína fólk, jafnvel meira en hægt er.