- Advertisement -

Nýjar virkjanir og orkupakkinn

Ólafur Ísleifsson hefur spurt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra um nýjar og fyrirhugaðar rafmagnsvirkjarnir. „Hvernig er háttað eignarhaldi á umræddum virkjunum? Hver er eignarhlutur erlendra aðila, einstaklinga og félaga, í hverri virkjun um sig?“ Þannig hljómar ein spurninganna.

Allt er þetta hluti af baráttunni um þriðja orkupakkann.

Spurningar Ólafs eru þessar:

  •      1.      Hversu mörg rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðra vatnsaflsvirkjana með uppsett afl allt að 10 MW veitti Orkustofnun á árunum 2010–2018? Hverjum voru veitt umrædd rannsóknaleyfi?
  •      2.      Hversu mörg leyfi til vatnsaflsvirkjana með uppsett afl allt að 10 MW veitti Orkustofnun á árunum 2010–2018? Hverjum voru veitt umrædd virkjanaleyfi?
  •      3.      Hversu mörg leyfi veitti Orkustofnun fyrir virkjunum annars konar frumorku, t.d. vindorku, með sömu stærðarmörk á sama tímabili?
  •      4.      Hversu margar virkjanir hafa verið reistar á grundvelli þessara heimilda og hvar eru þær staðsettar? Hvert er uppsett afl hverrar virkjunar?
  •      5.      Hverjar umræddra virkjana eru tengdar við orkuflutningskerfi Landsnets?
  •      6.      Hvernig er háttað eignarhaldi á umræddum virkjunum? Hver er eignarhlutur erlendra aðila, einstaklinga og félaga, í hverri virkjun um sig?
  •      7.      Hvernig er háttað eftirliti með því að reglum virkjanaleyfis sé fylgt í umræddum virkjunum, t.d. varðandi uppsett afl og framleiðslumagn raforku?
  •      8.      Hverjar umræddra virkjana hefur Umhverfisstofnun talið nauðsynlegt að sættu umhverfismati?
  •      9.      Hvaða sjónarmið leggur Umhverfisstofnun til grundvallar við ákvörðun um hvort virkjun af þessari stærð sæti umhverfismati?
  •      10.      Hver telur ráðherra, í ljósi fenginnar reynslu, að séu eðlileg stærðarmörk fyrir virkjanir þar sem ekki er krafist lögformlegs umhverfismats?

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: