Í nýjum reglum um matvælamerkingar ber framleiðendum að hafa upplýsingar í lágmarksleturstærð, feitletra ofnæmisvalda og skerpa á upplýsingum um upprunaland.
Nýverið gekk í gildi reglugerð um merkingar matvæla og kemur hún í stað fjögurra eldri reglugerða. Í henni er þetta helst að finna:
- Matvælaframleiðendur þurfa að hafa upplýsingar í ákveðinni lágmarksleturstærð.
- Það þarf að taka það fram feitletrað ef í vörunni eru þekktir ofnæmisvaldar.
- Skerpingar á reglum um uppruna matvæla og verður m.a. skylt að merkja kinda-, svína-, geita- og alifuglakjöt með upprunalandi, eins og nú þegar á við um nautakjöt.
- Nú má dreifa matvælum eftir „best fyrir“ dagsetningu. Það ber þó að aðgreina útrunnin matvæli með skýrum hætti í verslunum frá matvælum sem eru ekki komin fram yfir dagsetningu lágmarksgeymsluþols.
Sjá fleiri upplýsingar um reglugerðina hér á síðu Matvælastofnunar.
Þú gætir haft áhuga á þessum