Samfélag „Hlutfall nýrra íbúða var mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra t.d. í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ,“ þetta er meðal þess sem kemur fram í forvitnilegri greiningu í Hagsjá Landsbankans.
Fram kemur að niðurstöðu að á þriggja ára tímabili hafa mun fleiri nýbyggðar íbúðir verið seldar í Kópavogi en í Reykjavík, eða um 190 á móti um 150.
Þá sýna tölurnar þá athyglisverðu niðurstöðu að á þessum þremur árum hafa mun fleiri nýbyggðar íbúðir verið seldar í Kópavogi en í Reykjavík, eða um 190 á móti um 150.
Tölur Þjóðskrár um viðskipti síðustu þrjú árin sýna að af u.þ.b. 12.200 íbúðum sem seldar voru á árunum 2013-2015 voru einungis um 490 tveggja ára eða yngri, eða um fjögur prósent.
Til samanburðar var hlutfall nýrra íbúða af viðskiptum verulega mikið meira á árunum 2005-2007 í þremur stærstu bæjunum, sérstaklega tvö seinni árin. Árin 2006 og 2007 voru nýjar íbúðir t.d. 20-30 prósent af öllum seldum íbúðum í Kópavogi og Hafnarfirði sem er meira en tvöfalt meira en nú.
Allt þetta leiðir til að framboð er ekki nóg sem leiðir til hærra verðs. Í nóvember hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,3 prósent milli mánaða, þar af hækkaði verð á fjölbýli um 0,1 prósent og 0,9 prósent á sérbýli. Tólf mánaða hækkun húsnæðisverðs er því áfram mikil eða 9,6 prósent.
Sé meðalfjöldi viðskipta á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu borinn saman við síðustu ár kemur í ljós að viðskiptin nú eru ennþá á mikilli uppleið og hafa aukist ár frá ári allt frá árinu 2009.
Nánar upplýsingar eru hér.