Möguleg tenging inn á breska raforkumarkaðinn með sæstreng gæti haft töluverð jákvæð áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Breski raforkumarkaðurinn er tugfalt stærri en sá íslenski en með tengingu gæti skapast tækifæri fyrir íslenska raforkuframleiðendur að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Árið 2011 nam raforkuvinnsla á Bretlandi um 368 TWst til samanburðar við 17 TWst hér á landi og breski markaðurinn því 22 sinnum stærri. Af þessum 368 TWst komu 41% frá gasbruna, 29% frá kolabruna, 18% frá kjarnaorku, 9% frá endurnýjanlegum orkugjöfum, 2% var innflutt og 1% kom frá olíubruna. Þetta kemur fram á vef greiningardeildar Landsbankans.