- Advertisement -

Nýir loftferðasamningar

Átta nýir loftferðasamningar fyrir Ísland voru undirritaðir nýverið á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem haldin var á Bali um loftferðasamninga. Hafa þar með opnast nýir markaðir fyrir íslenska flugrekendur.

Nýju samningarnir eru við Armeníu, Búrúndí, Eþíópíu, Guyana, Máritíus, Nígeríu, Sri Lanka og Tsjad. Jafnframt var samið um breytingu á samningi við Egyptaland og um inntak og ramma áframhaldandi viðræðna við Ekvador, Nepal og Vestur-Kongó. Auk þess fundaði sendinefnd Íslands um framkvæmd gildandi samninga með Kanada, Rússlandi, Tyrklandi og Tælandi, en stefnt er að gerð nýs samnings við síðastnefnda ríkið. Þá funduðu Ísland og Noregur sameiginlega með Marokkó um aðild að loftferðasamningi Marokkó við Evrópusambandið.

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Misjafnt er um hversu víðtæk réttindi tekst að semja í hverju tilviki en auk gagnkvæmra heimilda til farþega- og farmflugs milli samningsríkja tekst oftast að semja um flug til og frá þriðju ríkjum og viðkomandi samningsríki.

Fjöldi samninga sem Ísland hefur gert við önnur ríki nálgast nú 90 samninga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá frétt á vef Samgöngustofuflugferðasamningur

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: