- Advertisement -

Nýfrjálshyggjunöttarar vilja selja bankana

Að það sé almannahagur að keyra samfélagið lengra inn blindgötuna, hraðar að veggnum.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Bankasýslan á að líta út fyrir að vera hefðbundið stjórnvald, sem tekur ákvarðanir út frá almannahag, en er í reynd aðeins skipulagður hópur nýfrjálshyggjunöttara sem á að selja ríkisbankana, þvert á vilja mikils meirihluta almennings. Hér greinir Lárus L. Blöndal, vinur og samherji Bjarna Benediktssonar í niðurbroti samfélagsins, frá því að bankasýslan sé með allt klárt fyrir skyndilega sölu á ríkisbönkunum, hún sé aðeins að bíða eftir rétta pólitíska logninu til að kasta tillögunni fram svo Bjarni Ben geti rekið hana ofan í kokið á VG-liðum í ríkisstjórn (sem eru komnir með ansi víðan skolt).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikill þrýstingur kemur nú frá nýfrjálshyggjunötturunum um að Seðlabankinn slaki á útlánakvöðum viðskiptabankanna svo þeir geti haldið áfram að lána og magna enn frekar upp eignabóluna, þótt stórkostlegir fjármunir frá bönkunum séu nú bundnir í kafsigldum byggingaævintýrum víða um land. Því er meðal annars haldið fram að til þess að hægt sé að selja bankana þurfi þeir að græða meira á útlánum og til þess þurfi að auka útlánin, þótt útlán undanfarinna ára séu þegar byrjuð að brenna upp. Og þetta er kynnt sem almannahagur; að það sé almannahagur að keyra samfélagið lengra inn blindgötuna, hraðar að veggnum.

Stjórn Bankasýslunnar, sem stjórnvöld og fjölmiðlar láta eins og sé óháð stjórnvald hæft til að taka sjálfstæðar ákvarðanir skipa: Lárus L. Blöndal, Sjálfstæðisflokksmaður og sendisveinn Bjarna Benediktssonar formanns flokksins, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, fyrrum formaður Félags verslunar og þjónustu og varaformaður SA, hægrikrati og Samfylkingarkona, og Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokksmaður, lektor og fyrrum þingmaður. Það er látið svo að það sé þessara þriggja að taka ákvörðun um hvort bankarnir séu seldir og þá hverjum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: