Gunnar Smári skrifar:
„Þá þurfum við að sætta okkur við að sú opinbera þjónusta sem við höldum úti í dag, að verðmætasköpun stendur ekki undir henni.“ Bjarni bætir við að áherslan sé á að endurheimta verðmætasköpun, en að ekki sé svigrúm fyrir ný rekstrarútgjöld. Þetta merkir að Bjarni ætlar að nota yfirstandandi kreppu til að framfylgja sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar. Hann ætlar að nýta tækifærið og skera niður opinbera þjónustu. Á sama tíma ætlar hann að lækka skatta og færa fé til fyrirtækja- og fjármagnseigenda.
Þótt kórónafaraldurinn sé skæður og efnahagslegar afleiðingar varna gegn honum afdrifaríkar þá stafar almenningi lang mest hætta af mönnum eins og Bjarna Benediktssyni, hagsmunavörðum hinna fá ríku, sem ætíð reyna að nýta hamfarir til að rífa öryggiset hinna verr stæðu og auka enn á fjárdrátt hinna ríku út úr hagkerfinu, auka arðrán þeirra á almenningi, fjáraustri þeirra úr almannasjóðum og yfirtöku þeirra á auðlindum almennings.
Covid-19 er plága en menn eins og Bjarni eru miklu skæðari plága, stefnan sem hann aðhyllist og vill hvolfa yfir okkur af enn meiri ákefð, drepur ekki aðeins niður samfélag, eyðir þar trausti og samkennd, heldur dregur úr hamingju fólks, fjölgar sjálfvígum og glæpum og styttir lífslíkur almennings, mest þeirra semhöllum fæti standa.
Nýfrjálshyggjan er plága sem drepur.