- Advertisement -

Nýfrjálshyggja

Engin niðurstaða fékkst og alþjóðapeningakerfið hefur verið stjórnlaust alla tíð síðan.

Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar:

Nýfrjálshyggja er samheiti pólitískra og fjármálalegra afleiðinga ákvörðunar Nixon stjórnarinnar að rústa Bretton Woods kerfinu í kringum 1970.

Fyrstu tvo áratugina eftir stofnsetningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1946 hafði kerfið virkað sem hemill á alþjóðlega útlánaþenslu, m.a. í gegnum bandaríska fjármálakerfið.

Með vaxandi þátttöku BNA í Víet-Nam stríðinu setti hemillinn óþægilegar skorður á erlenda fjármögnun stríðskostnaðarins, og Nixon stjórnin sá þann kost vænstan að taka hemilinn úr sambandi.

Í kjölfarið tók við tveggja ára (þykjustu-) samningaviðræður helztu efnahagsvelda heims innan AGS um nýjar leikreglur fyrir AGS sem settu einhverjar hömlur á alþjóðlega útlánaþenslu.

Engin niðurstaða fékkst og alþjóðapeningakerfið hefur verið stjórnlaust alla tíð síðan.

Árið 1975 var mér orðið ljóst að vöxtur fjármálagerninga (paper wealth) á heimsvísu var hættuboði til meðallangs tíma.

Fræðileg athugun mín á viðfangsefninu var síðan forsenda þeirrar niðurstöðu, sem ég kynnti í fyrirlestri mínum í boði Viðskiptaráðs 1982.

Ég líkti hlutfalli „paper wealth# og „real wealth“ (heimsframleiðsla vöru og þjónustu) við yfirbyggingu á skipi – við síaukna yfirbyggingu skapaðist sú hætta, við aðstæður og á tímapunkti sem ekki verður sagt til um, að óvænt atvik verða til þess að hvolfa skipinu.

Það gekk eftir 2007-2008.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: