Eðlilega gumar ráðherrann nokkuð af eigin verkum og Bjarna.
„Til að spyrna við ráðumst við strax í framkvæmdaátak á þessu ári þar sem verkefnum er flýtt fyrir 20 milljarða, bæði hjá ríki og opinberum félögum. Verkefni átaksins eru fjölbreytt; nýjar byggingar eins og viðbygging við Grensásdeild,“ segir í Moggagrein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Loks er bent á eitthvert verkefni sem verður ráðist í. Það er þá ekki blindþoka í stjórnarráðinu.
Eðlilega gumar ráðherrann nokkuð af eigin verkum og Bjarna. Eðlilega eigna þau sér efnahagsstöðu Íslands. Það myndu allir stjórnmálamenn gera. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi dregið lappirnar í uppbyggingu ferðaþjónustunnar færði hún okkur mikla fjármuni. Þrátt fyrir ríkisstjórnina, en ekki vegna hennar.
„Við munum gera það sem þarf til að koma íslensku samfélagi í gegnum þennan skafl enda hefur ríkið talsvert svigrúm til að auka skuldastöðu sína eins og þörf krefur. Seðlabankinn hefur lækkað vexti og afnumið sveiflujöfnunaraukann, en hvort tveggja er hægt vegna öflugrar hagstjórnar undanfarin ár og skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið í þessum þrengingum,“ skrifaði Katrín forsætisráðherra.
Þetta með efnahagsstjórnina er og verður deiluefni. Nóg af því í bili.