Fréttir

Ný ríkisstjórn byrjar með skrípaleik

By Miðjan

November 27, 2017

Stjórnmál Vissulega kom öllum á óvart að verðandi ríkisstjórn hafi ekki náð saman um fjárlagafrumvarp, sem þó var búið að boða ítrekað, og ætla í stað þess að sameinast um frumvarp Benedikts Jóhannessonar, sem bæði Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, höfðu fundið því allt til forráttu.

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, gerir þetta að umfjöllunarefni.

„Mikið er ég hissa á því að tilvonandi forsætisráðherra láti eins og það hafi verið sérstakt tilboð til stjórnarandstöðunnar að nýja ríkisstjórnin legði fram í sínu nafni á nýju þingi helsta stefnuplagg fráfarandi ríkisstjórnar, þ.e. fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar! Krafan er að sjálfsögðu sú að ný ríkisstjórn leggi sitt eigið fjárlagafrumvarp fram og það á að vera metnaðarmál þeirra að gera það. Almenningur og þingmenn verða að sjálfsögðu að fá í hendurnar í orðum og tölum áætlun í ríkisfjármálunum fyrir árið 2018. Hitt er bara skrípaleikur,“ skrifar Oddnú á Facebook.