- Advertisement -

Ný kortavefsjá

Ný kortavefsjá hefur verið tekin í notkun á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands. Á undanförnum árum hafa fjölmörg kort verið unnin innan Landbúnaðarháskólans sem og í samstarfi við aðra og verður í nýju vefsjánni hægt að skoða nokkur þessara korta. Til að mynda er nú opið fyrir aðgang að nýju landnýtingarkorti, Nytjalandi og Skurðakorti. Á næstu vikum munu bætast við Rofkort, Jarðvegskort o.fl.

Markmiðið með vefsjánni er að gera landfræðileg gögn sem til eru hjá Landbúnaðarháskólanum aðgengileg öllum þeim sem vilja nýta sér þau, hvort sem þeir eru nemendur, starfsfólk eða áhugafólk um kort sem gefa mynd af náttúru landsins.

Vefsjáin er aðlöguð að snjallsímum og spjaldtölvum og hafa notendur því möguleika á að sjá staðsetningu sína á kortum skólans og um leið sitt nánasta umhverfi.

Hægt er að fara inn á kortavefsjána með því að ýta hér, jafnframt er tengill á forsíðu heimasíðu LbhÍ.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá frétt á vef Lbhí


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: