- Advertisement -

Ný íslensk fiskiskip sem spúa eitri

Ný íslensk fiskiskip brenna brennisteinsríkri svartolíu; „sem er skaðvaldur og á pari við kol.“

Sjávarútvegur „Þetta er hreinn og klár skandall og skömm,“ skrifar Úlfar Hauksson, vélstjóri og stjórnmálafræðingur í umræðu á Facebook. Úlfar er nú vélstjóri á Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins.

Hann bendir á að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa vélar í nýjum íslenskum fiskiskipum sem brenna brennisteinsríkri svartolíu. „Sem er skaðvaldur og á pari við kol,“ skrifar Úlfar Hauksson. „Við erum með allt niðrum okkur.“

„Þetta á að banna strax en ekki stefna að og skoða og svæfa svo vegna þröngra skemmtíma eiginhagsmuna nokkura fyrirtækja, sem vill svo til að eru með sjávarútvegsráðherra í vasanum. Algjör skandall.“

Hallærislegir eiginhagsmunir

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann svarar meðal Edward Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, og segir:

„Og veistu það Edward H. Huijbens að útgerðarmenn sem tóku þá ákvörðun að smíða ný svartolíuskip eiga bara ekki að ráða þessari ákvörðun. Þetta er hreinn og klár skandall og skömm. Ég þekki þessa sögu ágætlega og það má ekki ræða þetta. Og því miður verður það svo að gráðugir útgerðarmenn – með ráðherra sjávarútvegs í vasanum – munu ráða þessu og halda áfram að spúa þessu eitri í hafið. Ef það er eitthvað bein í nefinu á ykkur í VG eigið þið að skora þessa þröngu hallærislegu eiginhagsmuni á hólm. Þennan ósóma á að banna strax. Ekki skoða og kanna og hugsa og þæfa. Banna strax.“

Aðrar reglur við Ísland

„Það er ekki rétt að þetta sé bannað á ferjum og farþegaskipum. Amk geta kaupskip brennt þungri brennisteinsríkri svartolíu alveg upp að bryggju á Íslandi. Nú erum við á Dettifossi að sigla með ströndum Hollands á leið til Þýskalands. Og auðvita meigum við ekki brenna brennisteinsríkri svartolíu. En við förum að gera það þegar við nálgumst Ísland!“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: