- Advertisement -

Núverandi forysta að ganga frá flokknum – tapar fylgi og fjárhagurinn í voða

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Árið 2008 var hrein eign Sjálfstæðisflokksins 937 m.kr. á núvirði. Á árslok í fyrra, tíu árum síðar, var hrein eign flokksins 265 m.kr. Núverandi forysta hefur ekki aðeins misst 1/2 af fylgi flokksins heldur sólundað meira en 2/3 hlutum af eignum hans. Því má spyrja: Treystir þú fólki sem tapar 672 m.kr. á tíu árum á flokksstarfi. Þrátt fyrir að flokkurinn dragi sér 200 m.kr. árlega úr opinberum sjóðum?

En þessi staða hlýtur að gleðja alla andstæðinga flokksins. Þetta fyrrum fjárhagslega stórveldi meðal flokka er í dag orðinn eins og hver annar Framsóknarflokkur, sé miðað við fjárhagslegan styrk í sögulegu ljósi. Ekki að undra að eldri sjálfstæðisflokksmenn séu reiðir núverandi forystu, hún er að ganga frá flokknum sama hvernig á það er litið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: