Nú vælir Halldór Benjamín
Í ágætri Moggagrein Vilhjálms Bjarnasonar segir:
„Nú vælir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um hættu vegna vaxtahækkana. Er sá góði maður að halda því fram að börn og gamalmenni eigi að greiða fyrir þá peningastjórn Seðlabankans sem nú er rekin? Neikvæðir raunvextir eru ekki sjálfbærir og slík peningamálastefna leiðir til fátæktar og auðsöfnunar skuldakónga á grundvelli óstjórnar.
Hafa ber í huga að fæst íslensk stórfyrirtæki hafa áhyggjur af innlendum vöxtum. Þau lifa í evrópsku lágvaxtaumhverfi en dásama sum hver sveigjanleika íslensku krónunnar.
Hafa ber í huga að framkvæmdastjóri SA var eitt sinn staðinn að því að skilja ekki eðli verðbóta!
Seðlabankinn var fyrir löngu búinn að vara við skuldsetningu í skjóli lágra vaxta því vaxtabreytingar breyta greiðslubyrði skyndilega.“