- Advertisement -

„Nú horfumst við í augu við samþjöppun auðs“

Ragnar Önundarson skrifar: Frjálst framtak, frjáls viðskipti, frjáls markaður, frjáls samkeppni, samningsfrelsi, tjáningarfrelsi. Öll þessi hugtök heilluðu fyrir 40-50 árum. Með þessu móti yrði afl einstaklinganna til framfara best virkjað og velferð heildarinnar hámörkuð. Hver og einn fengi sín notið best.

EES-aðildin gekk út á að tengjast stórum, virkum mörkuðum. Í því trausti að okkar markaðir yrðu við þetta virkir í raun tókum við upp leikreglur evrópsks kapítalisma og samkeppniseftirlit að evrópskri fyrirmynd.

Nú horfumst við í augu við samþjöppun auðs, fákeppni og sjálftöku forréttindafólks á næstum öllum sviðum viðskiptalífsins. Auðokun og fyrirtækjaræði blasa við, þrátt fyrir þessi fallegu hugtök. Allt með góðfúslegu samþykki samkeppnisyfirvalda. Merkilegt.

Fengið af Facebooksíðu Ragnars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: