- Advertisement -

NÚ FER HROLLUR UM MARGA

Ráðamenn þjóðarinnar segjast ekki skilja vaxandi fjárþörf sjúkrahússins.

Árni Gunnarsson skrifar:

Þegar starfsmenn Landspítala lýsa þeirri skoðun sinni, að ekki sé lengur unnt að tryggja öryggi sjúklinga, þá hlýtur að fara hrollur um marga íbúa þessa lands, sem hafa talið Landspítalann einn mikilvægasta bandamann sinn innan heilbrigðisþjónustunnar. Ráðamenn þjóðarinnar segjast ekki skilja vaxandi fjárþörf sjúkrahússins og krefjast meira aðhalds og niðurskurðar.

Líta þessir menn aldrei á breytingar á aldursskiptingu þjóðarinnar, stöðuga fjölgun í hópi elstu borgaranna og skort á hjúkrunar- og dvalarheimilum fyrir aldraða. Afleiðing þessarar fjölgunar er aukið álag á Landspítalann og önnur sjúkrahús á landinu. Þá virðast þeir gleyma gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna, veikindum, slysum og óhöppum í þeirra hópi, sem einnig hefur áhrif til aukins álags á Landspítalann og heilbrigðiskerfið almennt. Mikill skortur á hjúkrunarfræðingum bætir ekki ástandið

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessari stöðu ber ríkisvaldinu skylda til að auka framlög til Landspítalans í stað þess að senda stjórnendum hans linnulitlar kröfur um sparnað og hagræðingu, sem hefur verið eitt helsta verkefni sjúkrahússins á síðustu árum. Þessari hrollvekju stjórnvalda verður að linna og Landspítalinn að fá vinnufrið til að sinna sínum mikilvægu verkefnum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: