- Advertisement -

Nú eru allir sósíalistar

Gunnar Smári skrifar:

Þegar á bjátar verða allir sósíalistar. Þegar allt hrynur eru allir sósíalistar. Þess á milli, aðeins þau sem upplifa á eigin skinni óbærilegt óréttlæti kapítalismans, sem er dags daglega viðvarandi hörmungarástand fyrir þau sem kapítalisminn treður undir. Örvæntingaróp þeirra heyrist hins vegar ekki, vegna þess að þau eru kæfð og bæld. Það er ekki fyrr en hin best settu óttast um eigin afkomu að sósíalískar lausnir verða meginstraumurinn. Ef við áttum okkur á þess er von til þess að við snúum ekki aftur inn í grimman, miskunnarlausan og mannfjandsamlegan kapítalisma eftir þá eyðimerkurgöngu sem við erum lögð í.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: